Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu 10. nóvember 2006 05:45 HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðanir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
HeilbrigðismálEinstaklingsframtakið á að fá notið sín á öllum sviðum ískensks atvinnulífs. Samstarf einkaaðila og ríkisins í heilbrigðismálum er ekki bara áhugaverð þróun heldur líka nauðsynleg þróun. Einkarekstur þekkist reyndar víða í heilbrigðiskerfinu, læknastofur út um allan bæ eru reknar af einkaaðilum. Einkaaðilar hafa komið að rekstri öldrunarheimila og endurhæfingarspítala. Flest dæmi um einkarekstur hafa komið vel út og margar stofnanir sem reknar eru af einkaaðilum eru á heimsmælikvarða og má í því samhengi nefna Reykjalund sem er rekin er af SÍBS. Mikilvægt er að þegar leitað er eftir aðkomu einkaaðila sé það gert með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir landsmenn eigi jafnan rétt á góðri heilbrigðisþjónustu og njóta valfrelsis eins og kostur er þegar kemur að því að velja hver veitir þessa þjónustu. Á sama tíma vil ég að almenn heilbrigðisþjónusta sé greidd úr sameiginlegum sjóðum okkar allra. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. Því er tal vinstri manna um að stefna Sjálfstæðisflokksins sé að einkavæða heilbrigðiskerfið rökleysa. Síðast lét formaður Vinstri grænna þau orð falla í blaðaviðtali nú nýverið. Mikilvægt er að skilja á milli orðanna einkavæðing og einkarekstur. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ríkið stuðli að samstarfi við einkaaðila um að veita heilbrigðisþjónustu með hagkvæmni og aukin gæði að leiðarljósi. Útgjöld til heilbrigðismálaÚtgjöld til heilbrigðismála hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu árum. Ástæðurnar eru eflaust margar, meðal annars hækkun lífaldurs, aukin tækni og þekking sem tryggir betri lífsgæði o.s.frv. OECD hefur spáð því að verði ekkert að gert muni útgjöld okkar til heilbrigðismála árið 2050 nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu. Það myndi þýða að íslenskt heilbrigðiskerfi yrði það dýrasta í heimi. Markmið okkar á að vera að bjóða upp á besta heilbrigðiskerfi í heimi en ekki það dýrasta. Okkur ber skylda til þessa að tryggja að farið sé vel með almannafé og því þarf stöðugt að leita hagræðingar þegar kemur að notkun opinbers fjármagns. Margir hafa í þessu sambandi bent á kosti einkareksturs þar sem einkaaðilar eru oft á tíðum færari enn ríkið til að veita gæða þjónustu á góðu verði. Hið opinbera ber enn að greiða fyrir þjónustuna og stuðla að öflugu eftirliti og tryggja með því gæði þjónustunnar og að vel sé farið með almannafé. Höfundur er varaþingmaður og gefur kost á sér í 4-5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember næstkomandi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun