Án samvinnu – engar umbætur Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 10. nóvember 2006 00:01 MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
MenntamálUm þessar mundir er verið að ganga frá starfs- og fjárhagsáætlun fyrir leikskólasvið og menntasvið Reykjavíkur. Áætlunin er leiðarvísir að því hvernig skólamálum skuli hagað í borginni næstu tíu árin. Skemmst er frá að segja að hún verður bara orðin tóm ef kennarar eru ekki hafðir með í ráðum og áhugi þeirra virkjaður. Mikilvægt er að marka skýra framtíðarsýn í menntamálum með áherslu á aukið lýðræði og enn frekari möguleika íbúanna til þátttöku og áhrifa. Virkt lýðræði felur í sér að stjórnvöld hlusta af athygli þegar þegnarnir tala; einstaklingar, félaga- og hagsmunasamtök. Breyttir tímar kalla á nýja stjórnunarhætti. Fólk lætur ekki bjóða sér að fá tilskipanir að ofan sem það hefur ekki átt þátt í að móta og skilur jafnvel ekki tilganginn með. Eftir að grunnskólinn flutti frá ríki til sveitarfélaga urðu skólamál stærsta verkefnið sem þau fást við. Það þarf öflugan hóp fólks til að vinna að skólaumbótum ef þær eiga að ná fram að ganga. Til að menntastefna Reykjavíkur verði annað og meira en orðin tóm þarf ennfremur góða leiðtoga til að stýra framkvæmd hennar. Leiðtoga sem virkja aðra með sér til að bæta umhverfið og takast á við breytingar. Yfirmarkmið starfsáætlunarinnar er þetta: „Að börnum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf." Þetta er markmið sem fólk getur sammælst um en ríkja þarf sátt um aðgerðirnar sem eiga að hrinda markmiðinu í framkvæmd. Kennarar hafa gagnrýnt núverandi stefnu í skólamálum fyrir stóra galla á framkvæmd hugmyndarinnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám. Þessum athugasemdum ber að fagna og nota þær í stefnumótunarvinnunni sem nú er í gangi. Til þess að hin nýja áætlun njóti trausts og tiltrúar kennara þurfa þeir að tilheyra henni, finna að þeim er treyst til framkvæmda og þeim sýnd sanngirni og virðing. Menntastefnan þarf að vekja með þeim stolt og vilja til að vera með, hugsa gagnrýnið um starfið og koma með hugmyndir. Með kennara sem fulla þátttakendur í stefnumótun og síðar framkvæmd stefnunnar verður hún að raunveruleika. Ella ekki. Mistökin við framkvæmd stefnunnar um skóla án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám má ekki endurtaka. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun