Erlent

Kosinn á þing fyrstur múslima

Keith Ellison
Keith Ellison

Múslimi var í fyrsta sinn kosinn á þjóðþing Bandaríkjanna í Washington á þriðjudaginn. Keith Ellison er lögfræðingur frá Minneapolis og hefur setið á ríkisþinginu í Minnesota.

Í kosningabaráttunni talaði hann lítið um trúmál og stærir sig af því að hafa notið stuðnings jafnt múslima, kristinna, gyðinga sem og og búddista.

Hann krefst þess að Bandaríkjaher verði þegar í stað kallaður heim frá Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×