Bandaríska vísindatímaritið Popular Science hefur veitt stoðtækjafyrirtækinu Össur hf. verðlaunin „Best of What's New" fyrir rafeindastýrðan gervifót með gervigreind, þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Þetta er annað árið í röð sem Össur hlýtur verðlaunin en í fyrra hlaut fyrirtækið verðlaun fyrir vélknúið gervihné. Meðal þeirra fyrirtækja sem hlotið hafa verðlaunin eru BMW, Porsche, Sony og Apple.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði á blaðamannafundi í gær, að fóturinn, sem byggi á svipaðri tækni og gervihnéð og getur lagað sig að mismunandi undirlagi, væri nýtt skref fyrir Össur. Hann vissi hins vegar ekki til að neitt annað fyrirtæki í heiminum hefði fengið verðlaunin í tvígang.
Guðmundur Ólafsson, sem missti hægri fótinn eftir áralöng veikindi fyrir tveimur árum en hefur unnið með þróunardeild Össurar í gegnum prófferli á fætinum, sýndi fótinn og deildi reynslu sinni.
Guðmundur sagði þetta mikla breytingu. Hann gæti hreyft sig eðlilega og þyrfti ekki að stilla fótinn eftir því hvernig hann hreyfði sig. Sömu sögu var að segja um skókaup. Þau hefðu verið vandamál áður fyrr en heyrðu nú sögunni til þar sem fóturinn lagar sig sjálfur að skónum. - jab
Össur verðlaunað fyrir gervifót

Mest lesið

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs
Viðskipti innlent


Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent



Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri
Viðskipti innlent

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent

Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent
Viðskipti erlent

Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár
Viðskipti innlent