Endurkoma Árna einstök í sögunni 14. nóvember 2006 06:45 MYND/GVA Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka." Innlent Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka."
Innlent Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira