Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið 14. nóvember 2006 06:00 Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila. Innlent Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila.
Innlent Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira