Bylting í gerð kvikmynda 15. nóvember 2006 06:15 Frá undirritun Kvikmyndagerðarmenn og ráðherrar töluðu um tímamót í íslenskri kvikmyndagerð við undirritun samkomulagsins. MYND/stefán Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar. Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra undirrituðu í gær, ásamt fulltrúum Samtaka kvikmyndagerðarmanna, samkomulag til næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmyndagerðar. Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi eykst úr 372 milljónum á yfirstandandi ári í 700 milljónir árið 2010. Í samkomulaginu segir að stefnt skuli að því að árlega verði gerðar ekki færri en fjórar leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd og að hlutfall framleiðslustyrks úr Kvikmyndasjóði af kostnaðaráætlun sé 50 prósent í stað 40 prósenta eins og nú er. Sérstaka áherslu á að leggja á gerð barna- og fjölskyldumynda og stuðningi við stuttmynda- og heimildamyndagerð verður haldið áfram. Í samkomulaginu verður lögð áhersla á öflugan Sjónvarpssjóð sem ætlað er að efla framleiðslu á íslenskum þáttaröðum fyrir sjónvarp og gert er ráð fyrir að í lok samningstímans verði 125 milljónum varið til slíkra verkefna. Þorgerður Katrín var hæstánægð eftir að samkomulagið var undirritað og lýsti því yfir að dagurinn markaði tímamót í íslenskri kvikmyndagerð. „Framtíðin er björt og við erum að taka stór skref fram á við. Við erum að varða veginn svo menningin okkar skili sér betur til komandi kynslóða. Kvikmyndir, sjónvarpsþættir og ekki síst heimildamyndir stuðla að því að við eflum okkar þekkingu og fáum að njóta þess að horfa á góðar íslenskar myndir." Þorgerður leggur einnig áherslu á að þekkingariðnaðurinn sem tengist kvikmyndagerð eflist við þennan samning. Baltasar Kormákur hafði orð fyrir fulltrúum kvikmyndagerðarmanna við undirritun samningsins sem hann sagði tímamót í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Kvikmyndaráð sendi í gær frá sér ályktun þar sem samkomulaginu var fagnað. Þar segir að greininni sé tryggt fjármagn og henni gert kleift að styrkja innviði sína og stuðla að áframhaldandi þróun innlendrar kvikmyndagerðar.
Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira