Erlent

Samkynhneigðir mega giftast

Dambuza og Radebe Þær verða fyrstar til þess að nýta sér heimildina.
fréttablaðið/AP
Dambuza og Radebe Þær verða fyrstar til þess að nýta sér heimildina. fréttablaðið/AP

Suður-Afríka er fyrsta ríkið í Afríku sem lögleiðir borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Þær Bathini Damuza og Lindiwe Radebe, sem hafa verið trúlofaðar í eitt ár, ætla sér að verða fyrsta samkynhneigða parið sem nýtir sér þessa heimild.

„Ég get ekki beðið,“ segir Radebe, sem er 25 ára. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þessa viðurkenningu.“

Þjóðþing Suður-Afríku samþykkti á þriðjudaginn að samkynhneigðir gætu gengið í borgaralegt hjónaband, og byggði þar á ákvæði í stjórnarskrá landsins frá 1996 þar sem bannað er að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×