Runólfur Ágústsson segir upp sem rektor á Bifröst 17. nóvember 2006 05:00 Runólfur Ágústsson eftir fundinn umdeilda á miðvikudag. MYND/NFS Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í gær starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar, segir uppsögnina alfarið vera að frumkvæði Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að mikill þrýstingur hafi skapast frá starfsmönnum og stjórn skólans gagnvart Runólfi að segja upp eftir að fundurinn umdeildi var haldinn á miðvikudag. Guðjón segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa verið tekna með hagsmuni Bifrastar að leiðarljósi. „Það er ekki hægt að láta skólann og starfsemi þar líða fyrir átök innan veggja skólans um rektor. Mér finnst Runólfur maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun." Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor tekur við starfinu tímabundið hinn 1. desember á meðan ákvörðun um varanlegan eftirmann verður tekin. Guðjón segir að eðlilega séu skiptar skoðanir um þann fund sem Runólfur hélt með háskólasamfélaginu á miðvikudagskvöld. „Ég ætla bara að halda minni skoðun á því fyrir mig. En vonandi skapar þetta ró. Menn væru að fórna miklu til einskis ef svo yrði ekki." Uppsögnin kemur í kjölfar mikilla deilna innan háskólasamfélagsins á Bifröst eftir að hópur fyrrverandi og núverandi nemenda kærðu Runólf til siðanefndar skólans vegna embættisafglapa, ósiðlegrar hegðunar og óeðlilegs samneytis við nemendur. Runólfur boðaði fund með starfsmönnum og nemendum með skömmum fyrirvara á miðvikudag þar sem hann svaraði þeim alvarlegu ásökunum sem bornar höfðu verið á hann. Undir lok fundarins lét hann fundarmenn kjósa um hvort hann væri hæfur til að sinna sínu starfi áfram. Í yfirlýsingu sem hann gaf út eftir fundinn sagði hann niðurstöðu fundarins hafa verið þá að hann hefði umboð til að sitja áfram. Því kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu innan við sólarhring síðar. Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því í gær. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að sá ófriður sem ríkt hefði í skólahaldi Bifrastar hefði truflað jafnt nemendur sem starfsfólk og auk þess valdið skólanum sjálfum skaða. Í yfirlýsingunni segist Runólfur hafa „undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið." Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í gær starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Guðjón Auðunsson, formaður háskólastjórnar, segir uppsögnina alfarið vera að frumkvæði Runólfs. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að mikill þrýstingur hafi skapast frá starfsmönnum og stjórn skólans gagnvart Runólfi að segja upp eftir að fundurinn umdeildi var haldinn á miðvikudag. Guðjón segir ákvörðunina fyrst og fremst hafa verið tekna með hagsmuni Bifrastar að leiðarljósi. „Það er ekki hægt að láta skólann og starfsemi þar líða fyrir átök innan veggja skólans um rektor. Mér finnst Runólfur maður að meiri að hafa tekið þessa ákvörðun." Bryndís Hlöðversdóttir aðstoðarrektor tekur við starfinu tímabundið hinn 1. desember á meðan ákvörðun um varanlegan eftirmann verður tekin. Guðjón segir að eðlilega séu skiptar skoðanir um þann fund sem Runólfur hélt með háskólasamfélaginu á miðvikudagskvöld. „Ég ætla bara að halda minni skoðun á því fyrir mig. En vonandi skapar þetta ró. Menn væru að fórna miklu til einskis ef svo yrði ekki." Uppsögnin kemur í kjölfar mikilla deilna innan háskólasamfélagsins á Bifröst eftir að hópur fyrrverandi og núverandi nemenda kærðu Runólf til siðanefndar skólans vegna embættisafglapa, ósiðlegrar hegðunar og óeðlilegs samneytis við nemendur. Runólfur boðaði fund með starfsmönnum og nemendum með skömmum fyrirvara á miðvikudag þar sem hann svaraði þeim alvarlegu ásökunum sem bornar höfðu verið á hann. Undir lok fundarins lét hann fundarmenn kjósa um hvort hann væri hæfur til að sinna sínu starfi áfram. Í yfirlýsingu sem hann gaf út eftir fundinn sagði hann niðurstöðu fundarins hafa verið þá að hann hefði umboð til að sitja áfram. Því kom nokkuð á óvart þegar hann ákvað að segja starfi sínu lausu innan við sólarhring síðar. Runólfur Ágústsson vildi ekki tjá sig um málið þegar leitast var eftir því í gær. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær kom fram að sá ófriður sem ríkt hefði í skólahaldi Bifrastar hefði truflað jafnt nemendur sem starfsfólk og auk þess valdið skólanum sjálfum skaða. Í yfirlýsingunni segist Runólfur hafa „undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið."
Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira