Norsk Hydro vill reisa álver á Íslandi 17. nóvember 2006 03:00 Norsk Hydro hyggur á landvinninga hér á landi og vill reisa álver. MYND/vilhelm Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja. Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro stefnir á byggingu álvers á Íslandi gefist tækifæri til þess. Fyrirtækið dró sig út úr Reyðarálsverkefninu á Austurlandi árið 2002 vegna verkefna í Þýskalandi. Það voru ekki mistök að mati yfirmanna Hydro en þeir viðurkenna að þeir hefðu viljað halda áfram með það verkefni, sérstaklega í því ljósi hversu vel hefur tekist eystra. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu hér á landi með það að markmiði að þróa ný viðskiptatækifæri á sviði álframleiðslu og til að styðja við þá starfsemi sem fyrirtækið er þegar með á Íslandi. Torstein Dale Sjøtveit, varaforstjóri Hydro og forstjóri Hydro Aluminium Metal, segir fyrirtækið ekki hafa augastað á neinni einni sérstakri staðsetningu fyrir álver. „Við erum mjög áhugasamir um að reisa álver á Íslandi byggt á endurnýjanlegri orku. Þetta viljum við gera í sátt við íslenskt samfélag." Spurður um hugsanlegan áhuga fyrirtækisins á byggingu álvers við Húsavík svaraði Torstein: „Ef álver við Húsavík hefur ekki verið lofað öðrum munum við skoða þann möguleika af áhuga." Skrifstofan hér á landi mun ekki einungis sinna verkefnum hér á landi heldur einnig í Grænlandi og Kanada. Bjarne Reinholdt mun veita Norður-Atlantshafsskrifstofunnni forstöðu. „Fyrstu verkefni mín eru að kynna mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi og kynna hugmyndir fyrirtækisins fyrir stjórnvöldum og ýmsum fyrirtækjum. Við viljum taka þátt í ýmsum verkefnum sem eru í gangi hérlendis í dag og leggja okkar af mörkum til að árangur náist." Bjarne segir aðstöðu Hydro til að reisa álverksmiðju hérlendis takmarkast af því forskoti sem önnur stór álfyrirtæki hafa hérlendis nú þegar. Því horfi fyrirtækið ekki síður til annarra verkefna og nefnir þar djúpborunarverkefnið svokallaða sem Orkustofnun, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja standa saman að. Yfirmenn Hydro funduðu með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær og kynntu honum áform sín. Þeir áttu einnig fundi með forsvarsmönnum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri fyrirtækja.
Innlent Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira