Kynna hefði átt yfirlýsingu í borgarráði 17. nóvember 2006 02:00 Ráðhús Reykjavíkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum." Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að það hafi þótt nauðsynlegt að tengja saman uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða og byggingu menningarmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi þegar viljayfirlýsing var gerð við hjúkrunarheimilið Eir. Samkvæmt samþykkt í borgarráði átti upphaflega að fela Eiri uppbyggingu 1.100 fermetra þjónustumiðstöðvar og þjónustuíbúða, en 4.000 fermetra menningarmiðstöð var bætt við í texta viljayfirlýsingarinnar í undirbúningi, án umfjöllunar í borgarráði. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi þegar viljayfirlýsingin var undirbúin. Borgarstjóri skilur orð hans svo að kynna hefði átt viljayfirlýsinguna í borgarráði áður en hún var undirrituð. Vilhjálmur segir ljóst að framkvæmdin öll fari í útboð og lægsta tilboði verði tekið. „Ég skil ekki þessa umræðu og minnihlutinn ætti frekar að fagna því að loksins eftir tólf ár er verið að byggja öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir aldraða, því að á tólf ára valdatíma byggðu þeir ekki eina einustu. Það er gífurleg þörf og margir á biðlista og ég fullvissa alla um að það verður farið eftir öllum gildandi lögum og reglum." Um skýringar Björns Inga segir Vilhjálmur að það sé sinn skilningur á orðum hans að gerð hafi verið mistök að kynna ekki innihald viljayfirlýsingarinnar í borgarráði hvað menningarmiðstöðina varðar, áður en hún var undirrituð. „Það kunna að hafa verið mistök að hafa ekki kynnt borgarráði að farið yrði í viðræður við Eir á þessum forsendum. En borgarráð hefur síðasta orðið í málinu og borgin er ekki búin að binda sig á neinn hátt og Eir ekki heldur." Borgarstjóri minnir einnig á að það sé álit allra sem komið hafa að málinu að mun hagkvæmara sé að einn aðili komi að verkinu og það sé öllum til hagsbóta. Björn Ingi Hrafnsson segir það óheppilegt að texti viljayfirlýsingarinnar var annar en í bókun borgarráðs. „Ég ítreka það sem ég hef sagt, að þetta eru ekki alvarlegri mistök en svo, að viðræður eru í gangi og engin ákvörðun hefur verið tekin. Allt hefur verið kannað í tilliti til laga og reglna og borgarráð mun eiga síðasta orðið. Borgin er aðili að Eiri og kýs í fulltrúaráð og stjórn svo þetta er allt gert fyrir opnum tjöldum."
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira