Segir Jón Magnússon ekki löglegan flokksmann 18. nóvember 2006 05:45 Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst. Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst.
Innlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira