Erlent

Deilt um skiptingu ráðuneyta

Loftárásar Palestínskar konur skoða eyðilegginguna eftir loftárás Ísraelsmanna á byggingu í eigu Hamas-samtakanna.
Loftárásar Palestínskar konur skoða eyðilegginguna eftir loftárás Ísraelsmanna á byggingu í eigu Hamas-samtakanna. MYND/AP

Myndun þjóðstjórnar í Palestínu er í augsýn, en Fatah- og Hamas-hreyfingarnar munu ræða skiptingu ráðuneyta í næstu umferð stjórnarmyndunarviðræðna. Ef sátt næst mun hvor hreyfing tilnefna ráðherraefni, en hafa neitunarvald gegn tillögum hinnar, sögðu samningamenn í gær.

Sátt hefur náðst um nýjan forsætisráðherra, Mohammed Shabir, fyrrum yfirmann íslamska háskólans á Gaza, en hart er deilt um hvor hreyfingin fær yfirráð yfir fjármála- og innanríkisráðuneytunum. Nú þegar hefur verið samþykkt að Hamas-hreyfingin fái níu ráðuneyti, en Fatah-hreyfingin sex.

Með þjóðstjórn vonast hreyfingarnar til að alþjóðlegum efnahagsaðgerðum gegn Palestínu ljúki, en þær hafa staðið síðan Hamas náði völdum í þingkosningunum fyrir níu mánuðum.

Fráfarandi ríkisstjórn Hamas sagði við þetta tilefni í gær að ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn loftárásum Ísraelsmanna á Gaza gangi ekki nógu langt og að þvingunum verði að beita gegn Ísrael. 21 árs Palestínumaður og sextán ára drengur voru drepnir af hermönnum Ísraels í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×