Hvað er að því að Hafnfirðingar kjósi um stækkun Alcan? 20. nóvember 2006 05:00 Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 12. nóvember sl. var viðtal við Rannveigu Rist, forstjóra Alcan, um stækkunar-áform álversins í Straumsvík. Viðtalið er um margt athyglisvert. Rannveigu virðist svíða það mjög að Hafnfirðingar skuli eiga að fá að kjósa um stækkun álversins. Af máli hennar má ráða að ekkert sé sjálfsagðara en að 460 þúsund tonna risaálver, þriðja stærsta álver í heimi, verði staðsett inni í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins. Rannveig segir að umræða sem einkennist af upphrópunum sé gagnslítil og að móta þurfi stefnuna með yfirveguðum umræðum. Þessi skoðun er athyglisverð þar sem Alcan hefur hingað til ekki beinlínis fagnað umræðu um stækkunina. Rannveig getur hins vegar ekki stillt sig um að læða inn gamalkunnri hótun þegar hún segir það breytingu hér á landi að íbúar geti kosið fyrirtæki í burtu eða niður. Flokkast þetta undir yfirvegaða umræðu? Rannveig segir að undirbúningur að stækkuninni hafi staðið frá árinu 1999. Þessi fullyrðing er undarleg í ljósi þess að móðurfélag Alcan hefur ekki enn þá tekið ákvörðun um að stækka í Straumsvík. Eins hefur Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins, margoft sagt í ræðu og riti að fyrirtækið væri einungis að búa sig undir hugsanlega stækkun. Spurð um starfsmannamál Alcan segir Rannveig starfsmannastefnu fyrirtækisins vera til fyrirmyndar. Það var og. Ekki veit ég úr hvaða fílabeinsturni forstjórinn stjórnar þar sem öllum má ljóst vera að það er eitthvað að þegar 300 starfsmenn mæta á fund til að styðja við brottrekna félaga sína. Alcan er kannski ekki eins eftirsóknarverður vinnustaður og Rannveig vill vera láta. Það er alveg rétt hjá Rannveigu að umræðan um hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík þarf að vera yfirveguð. Þá verða líka öll sjónarmið að fá að koma fram og njóta sannmælis. Það er hins vegar á Rannveigu að skilja að þar sem fyrirtækið er þegar búið að kaupa lóðina og fá starfsleyfi að þá eigi málið að vera nánast frágengið. Það liggur í orðum hennar að athugasemdir fjölmargra Hafnfirðinga séu til þess eins fallnar að tefja málið og skaða hagsmuni Alcan. Hvað með hagsmuni Hafnfirðinga, fólks sem valið hefur sér búsetu í bænum út frá tilteknum forsendum? Er eitthvað óeðlilegt við það að íbúar hafni aukinni mengun, raflínuskógi í bæjarlandinu og mikilli röskun meðan á byggingartíma stendur svo fátt eitt sé talið? Er eitthvað að því að íbúum hugnist ekki að risaálver verði afgerandi kennileiti í bæjarlandinu sem jafnframt myndi þrengja mjög að annarri byggð og takmarka þar með þróun íbúðabyggðar? Hver bað eiginlega um þessa stækkun? Ekki voru það almennir borgarar í Hafnarfirði. Góðir Hafnfirðingar. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur vel þetta mál og að mynda ykkur skoðun með hagsmuni Hafnarfjarðar til framtíðar að leiðarljósi. Síðast en ekki síst. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að fá að kjósa um þvílíka stórframkvæmd, þá langstærstu í sögu bæjarins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun