Erlent

Smeygði sér fremst á biðlista

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, smeygði sér fremst á tuttugu ára biðlista eftir leiguíbúð í miðborg Stokkhólms með einu símtali nýlega. Persson og eiginkona hans, Anitra Steen, fá því leiguíbúðina afhenta í byrjun næsta árs. Langt á undan öllum öðrum. „Óþolandi,“ segir formaður leigusamtakanna, Barbro Engman, við sænska dagblaðið Aftonbladet.

Eiginkona Persson hringdi nýlega í fasteignafélagið sem á leiguíbúðina og spurði hvort hann gæti töfrað fram íbúð. „Við erum að breyta skrifstofuhúsnæði í tvær íbúðir. Persson og Steen höfðu áhuga á annarri íbúðinni,“ segir Mathias Aronsson Metzner, framkvæmdastjóri félagsins. Aðrir sem hafa áhuga á svona íbúð þurfa að bíða í tuttugu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×