Erlent

Berjast saman gegn offitu

Sáttmáli um sameiginlega baráttu gegn offitu hefur verið undirritaður af fulltrúum Evrópulanda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í sáttmálanum er kallað eftir aukinni samstöðu á milli opinberra aðila, frjálsra félagasamtaka, einstaklinga og fjölskyldna.

Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og hefur tíðni hennar þrefaldast síðustu tvo áratugi. Þróunin þykir uggvænleg, ekki síst í ljósi þeirra heilbrigðisvandamála sem offita hefur í för með sér. Talið er að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu megi rekja til offitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×