Erlent

Páfi ræddi um Mið-Austurlönd

Benedikt páfi XVI Vill bæta samskipti ólíkra trúfélaga.
Benedikt páfi XVI Vill bæta samskipti ólíkra trúfélaga.

Ástandið í Mið-Austurlöndum var helsta umræðuefni Þýskalandsforseta, Horst Koehler, og Benedikts páfa XVI þegar þeir hittust í Vatíkaninu á laugardag.

Ræddu páfi og Þýskalandsforseti nauðsyn þess að ólík trúfélög ættu í friðsamlegum samskiptum. Lýstu mennirnir jafnframt yfir eindregnum áhuga til að styrkja samskipti við meginland Afríku. Mikilvægi menntunar barst einnig í tal.

Vel fór á með þeim kumpánum og bauð þýskalandsforseti páfa meðal annars í heimsókn til Þýskalands. Sagðist sá síðarnefndi ætla að íhuga tilboðið, en hann kom síðast til föðurlandsins árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×