Framsóknarflokkurinn hefur auglýst eftir framboðum fyrir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Einnig er óskað eftir ábendingum um áhugaverða og líklega frambjóðendur.
Stillt verður upp á lista flokksins í kjördæminu.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var í fyrsta sæti listans í síðustu kosningum en flokkurinn fékk einn mann kjörinn. Björn Ingi Hrafnsson, sem skipaði annað sætið, hefur þegar lýst yfir að hann sækist ekki eftir sæti á lista á nýjan leik.