Auðmenn ráði ekki útliti miðbæjarins 28. nóvember 2006 06:15 Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent