Erlent

Mega skoða klám í klefum

Sænsk fangelsismálayfirvöld hafa ákveðið að takmarka aðgang fanga að klámi. Klámfengin veggspjöld verða tekin niður í sameiginlegum vistarverum og hætt verður að bjóða upp á sjónvarpsstöðvar sem sýna klámmyndir.

Ástæðan er sú að klám niðurlægir oft konur og þykir ekki við hæfi að fangelsismálayfirvöld hjálpi til við að dreifa þessu viðhorfi, segir í frétt Dagens Nyheter.

Hins vegar leyfist föngum að eiga sitt eigið klám í klefum sínum, svo lengi sem þeir sitji ekki inni fyrir kynferðisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×