Forstjóri Dressmann klæðist bara Batistini 29. nóvember 2006 00:01 Leiv Martinsen, forstjóri Dressmann Þegar Leiv kom hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður komst hann að raun um að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Árið síðar opnaði Dressmann á Íslandi. „Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína. Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
„Gengurðu sjálfur í Batistini?“ var fyrsta spurningin sem hrökk af vörum blaðakonu þegar hún hitti forstjóra Dressmann. Vörumerkið verður enda að eilífu greypt í huga hennar, eins og annarra sem hafa séð Dressmann-auglýsingarnar, þar sem ofursvalir miðaldra súkkulaðimenn ganga öruggir um í Batistini-jakkafötum. „Aldrei í öðru,“ segir hann og flettir jakkanum frá því til sönnunar. Það var einmitt þessi maður, Leiv Martinsen, sem var sendur hingað til lands árið 1995 til að kanna aðstæður þar sem þáverandi yfirmaður hans hafði heyrt af kaup- og tískugleði Íslendinga. Leiv komst að raun um að íslenskir karlmenn væru mjög tískuþenkjandi og að hér væri nóg rúm fyrir herrafataverslun sem seldi góð föt á viðráðanlegu verði. Því varð úr að þann 16. júní árið 1996 var fyrsta Dressmann-búðin opnuð á besta stað á Laugaveginum. Greinilegt var að karlmenn ætluðu að vera vel klæddir á þjóðhátíðardaginn þetta ár og að þá, eða maka þeirra, þyrsti í nýjungar. Fullt var langt út fyrir dyr frá morgni til kvölds og náði veltan tíu milljónum íslenskra króna. Það er met enn þann dag í dag. Síðan þá hefur verslunin gengið vel og fleiri bæst í hópinn, ein er í Kringlunni, ein í Smáralind og ein á Akureyri. Gott gengi þakkar Leiv fyrst og fremst góðu starfsfólki. Hann fer fögrum orðum um Áróru Gústafsdóttur, landstjóra Dressmann á Íslandi, og segir hana og það starfsfólk sem hún hafi fengið í lið með sér, í bland við skothelda viðskiptahugmynd, lykilinn að afburðaárangri hér á landi. Eigendur Dressmann-verslananna eru þrír norskir bræður sem bera ættarnafnið Varner. Fyrsta verslunin var stofnuð fyrir fjörutíu árum í Noregi af föður þeirra, Frank Varner. Norðmenn tóku hugmynd hans að verslun með góðan og hefðbundinn herrafatnað á sanngjörnu verði strax vel. Á áttunda áratugnum var verslunin orðin leiðandi í sölu á herrafatnaði í Noregi. Árið 1994 tók yfirstjórn strategíska ákvörðun um að verða leiðandi á Norðurlöndunum öllum. Tveimur árum síðar opnaði fyrsta verslunin í þessari Norðurlandaútrás fyrirtækisins og það var einmitt verslunin hér á landi. Eftir að hafa prufukeyrt Dressmann-hugmyndina á Íslandi spratt hver búðin á fætur annarri upp á hinum Norðurlöndunum. Í dag eru fjögur hundruð verslanir reknar undir merkjum Dressmann í sjö löndum. Það má því segja að markmiðin sem sett voru fyrir tíu árum hafi náðst og vel það. Veldi Varner-bræðranna er þó enn meira en þetta. Teygir það sig yfir níu verslanakeðjur með þúsund verslanir og er nú orðið önnur stærsta fatakeðjan á eftir H&M á Norðurlöndunum. Leiv segir það einkennandi fyrir herrafatamarkaðinn, í hvaða landi sem er, að karlmenn hugsi fyrst og fremst um gæði, einfaldleika og sanngjarnt verð. Hann segir þó að íslenskum karlmönnum sé meira umhugað um tískuna en norskum. „Þegar við fáum nýjar línur á Íslandi rjúka þær út um leið,“ segir hann. „Víða annars staðar bíða karlmenn hins vegar aðeins áður en þeir þora að elta tískuna.“ Hann segir það jafnframt einkennandi fyrir markaðinn að höfða þurfi til kvenna líka, enda séu þrjátíu prósent viðskiptavina verslunarinnar konur sem kaupa föt á mennina sína.
Undir smásjánni Viðskipti Viðtöl Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira