Framsókn rifjar upp gamla takta 29. nóvember 2006 05:00 Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gaman væri nú að skrifa virkilega krassandi pistil um nýleg ummæli formanns Framsóknarflokksins um hömlulaust afturhald, öfgahugmyndir í umhverfismálum og um niðurrifsöflin á vinstri væng stjórnmálanna. En ég leyfi mér að sniðganga þau í bili, en fjalla frekar um það hvernig maðurinn reyndi í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins á laugardaginn að kenna samstarfsflokknum um allt sem aflaga hefur farið, að hans mati, í stjórnarsamstarfinu hingað til. Hann sagði beinum orðum að framsóknarmenn þyrftu á því að halda að greina sig frá samstarfsflokknum því flokkarnir tveir hafi ólíka sýn í ýmsum málum. Gamlir taktar Það hefur verið viðtekin venja að Framsóknarflokkurinn skilgreini sig sem stjórnarandstöðuflokk þegar nálgast fer kosningar. Það gerði hann bæði 1999 og 2003 og ætlar greinilega að halda uppteknum hætti. Ekki verður annað sagt en að þetta bragð hafi í bæði skiptin heppnast alveg ágætlega, því í bæði skiptin hefur flokkurinn uppskorið meira fylgi í kosningum en vísbendingar gáfu vonir um í upphafi kosningabaráttu. Um þessar mundir liggur Framsóknarflokkurinn lægra í skoðanakönnunum en nokkru sinni fyrr á þessu ári. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup/Capacent frá síðustu mánaðamótum tapar flokkurinn 7 af þeim 12 þingmönnum sem hann hefur nú og næði hvorki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum né á Suðurlandi. Ræða formannsins í gær verður að skoðast sem viðbrögð við þessari stöðu flokksins í könnunum. Margt breyst Síðan stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst 1995, hefur ýmislegt breyst í samfélagi okkar. Margt af því sem tekið hefur breytingum má rekja með beinum hætti til stjórnarstefnunnar. Stiklum á stóru í breytingunum: Ljóst er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist. Þeim fjölgar sem hafa lifa á ofurlaunum. Opinber þjónusta hefur verið einkavædd og almannaþjónustufyrirtækjum breytt í hlutafélög. Sveitarfélögin hafa þurft að taka við auknum verkefnum án þess að tekjustofnar fylgi. Stóriðjuframkvæmdir hafa kallað fram óstöðugleika í efnahagskerfinu. Viðskiptahallinn hefur verið í sögulegu hámarki. Stýrivextir Seðlabankans sömuleiðis. Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengjast. Raddir um að innheimta þurfi skólagjöld í Háskóla Íslands verða áleitnari. Kapphlaup stendur yfir milli orkufyrirtækjanna um rannsóknarleyfi á viðkvæmum háhitasvæðum landsins. Og svona mætti áfram telja. En eitt hefur ekki breyst og það er kynbundinn launamunur, hann er jafn mikill nú og þegar Framsókn settist í ríkisstjórn. Sjaldan veldur einn …Af ræðu Jóni Sigurðssyni, formanns Framsóknarflokksins, má ráða að hann telji sig geta talið þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn einn beri ábyrgð á því sem aflaga hefur farið í stjórnartíð þessara tveggja flokka.er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar