Nasdaq tryggir sig fyrir yfirtöku á LSE 30. nóvember 2006 06:15 Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur tryggt sig fyrir óvinveitta yfirtöku á Kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi. Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE. Viðskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq segist hafa tryggt sér tæplega 5,1 milljarð bandaríkjadala eða ríflega 358 milljarða íslenskra króna til að gera tilboð í öll hlutabréf í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Fjármögnunin samanstendur af láni til allt að sjö ára sem gerir hlutabréfamarkaðnum kleift að að standa straum af öllum aukakostnaði sem fellur til við tilboðsferlið. Í framhaldinu mun Nasdaq selja eigin bréf fyrir allt að 775 milljónir bandaríkjadala eða um 55 milljarða íslenskra króna til að tryggja sig. Um gríðarlegar lántökur er að ræða og tilkynntu matsfyrirtækin Standard & Poor’s og Moody’s, að þau myndu færa lánshæfismat markaðarins niður reynist lánabagginn of þungur. Nasdaq gerði yfirtökutilboð í annað sinn á árinu í LSE í síðustu viku sem hljóðaði upp á ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Samhliða því jók markaðurinn eign sína í LSE úr fimmtungshlut í 28,75 prósent. Carla Furse, forstjóri LSE, hafnaði tilboðinu og taldi það ekki endurspegla virði markaðarins og framtíðarmöguleika hans. Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með að LSE tók ekki tilboðinu og lýsti því yfir að Nasdaq myndi fara í óvinveitta yfirtöku á LSE.
Viðskipti Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent