Erlent

Hundruð þúsunda talin af

Þegar neyðin er stærst? Gríðarleg neyð ríkir nú meðal íbúa Darfúr-héraðs.
Þegar neyðin er stærst? Gríðarleg neyð ríkir nú meðal íbúa Darfúr-héraðs.

Tala látinna í Darfúr-héraðinu vegna átaka þar er talin vera komin upp í minnst 200.000 manns. Þetta kom fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í gær, en aðrar rannsóknir hafa bent til þess að talan gæti verið nær 400.000 eða jafnvel hærri.

Súdanska ríkisstjórnin heldur því hins vegar fram að raunverulega talan sé eingöngu brot af áætlun SÞ.

Erfitt hefur reynst að komast að endanlegri tölu í átökunum sem mannréttindasamtök hafa kallað „verstu mannúðarkrísu heims“ því erlendir hjálparstarfsmenn hafa eingöngu haft takmarkaðan aðgang að Súdan síðan átökin hófust árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×