Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði 30. nóvember 2006 06:45 Aðalsteinn Baldursson Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir . Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, telur hættu á því að matvöruverð hækki á næstu mánuðum áður en lægri vörugjöld, virðisaukaskattur og almennir tollar á algengum kjötvörum taka gildi í byrjun mars. Aðalsteinn flutti ávarp á fundi Bændasamtaka Íslands í gær og fagnaði þessum tillögum. Hann sagði að stórefla þyrfti eftirlit með verðmyndun og verðlagningu matvara á komandi mánuðum til að tryggja að ávinningur skattalækkana og annarra aðgerða skiluðu sér í buddu landsmanna. „Ég hvet fólk til að fylgjast með því hvað gerist. Það kæmi mér ekki á óvart þó að verslunin tæki upp á því að hækka vöruverð fyrir lækkun. Það er hætta á þessu og ég vara við því," sagði hann. Aðalsteinn sagði að ekki mætti stofna matvælaöryggi þjóðarinnar í hættu eða ganga of nærri hagsmunum og atvinnuöryggi bænda, starfsfólks afurðastöðva og annarra í landbúnaði og lýsti áhyggjum af því að störf víðs vegar um landið væru í hættu ef frekari samdráttur yrði á næstu árum og áratugum. „Menn verða að átta sig á því að málið snýst ekki bara um bændur. Það er miklu meira undir," sagði hann og gagnrýndi þingmenn fyrir að tala fyrir eflingu byggðar og atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins. „Er hægt að taka mark á mönnum sem ríða um héruð og safna fylgi vegna kosninganna í vor? Miðað við þennan málflutning er ég ekki viss um að þeir komi allir ríðandi til þings heldur verði hugsanlega fótaskortur á leiðinni." Aðalsteinn rifjaði upp kröfur til afurðastöðva og kvaðst hafa á tilfinningunni að þær væru miklu meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Í Færeyjum þekkist að bændur rými íbúðarhús á haustin og reki sitt fé inn til slátrunar. „Í Hvalfirði hefur mátt sjá gesti og gangandi spígspora á planinu, jafnvel með hundana sína, innan um mörg tonn af hvalkjöti sem ætlað er til manneldis. Slíkt leyfist ekki í öðrum kjötvinnslum á Íslandi." „Ég tel ekki að kaupmenn hækki verð til að búa sig undir þessa lækkun. Verð hækkar og lækkar eftir gengi og markaðsaðstæðum hverju sinni en ég reikna ekki með að kaupmenn reyni að sæta lagi," segir Hrund Rudolfsdóttir, formaður SVÞ. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, óttast að kaupmenn hækki verð á matvörum á næstunni áður en boðuð lækkun á vörugjöldum, virðisaukaskatti og tollum verður að veruleika. Hann hvetur fólk til að fylgjast vel með matvöruverði og telur að stórefla þurfi verðeftirlitið.fréttablaðið/valgarður . Hrund Rudolfsdóttir .
Innlent Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira