Fleiri komur í Kvennaathvarf 30. nóvember 2006 05:45 Segir að rjúfa þurfi einangrun aldraðra og auka sjálfstæði þeirra til að sporna við ofbeldi gagnvart öldruðum. fréttablaðið/gva Í fyrra var metár í komum kvenna í Kvennaathvarfið og stefnir í enn meiri fjölda í ár. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Fræðslunefnd Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa stóð fyrir í gær og var yfirskrift fundarins ofbeldi á heimilum. Í fyrra komu 92 konur í dvöl og 465 í viðtöl að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, sem hefur verið rekið síðan árið 1982. Á þeim tíma hafa alls um 7.000 konur komið í athvarfið og 2.400 börn. Um 26 prósent kvenna sem komu í athvarfið í fyrra fóru aftur heim í óbreytt ástand. Sigþrúður sagði athugavert að lítið væri um að eldri konur kæmu í athvarfið og til dæmis hefði engin kona eldri en 57 ára komið í fyrra. Ofbeldi gagnvart öldruðum var einnig rætt á fundinum og gerði Kristjana Sigmundsdóttir félagsráðgjafi meðal annars kerfislægt ofbeldi að umtalsefni þar sem úrræðaleysi þjónustu sé ákveðin gerð ofbeldis gagnvart öldruðum. Kristjana sagði ýmsar rannsóknir benda til þess að þrjú til tíu prósent eldri borgara verði fyrir ofbeldi af ýmsu tagi. Þó sé talið að það sýni aðeins brot vandans þar sem aldraðir viðurkenni síður að þeir verði fyrir ofbeldi. Fundurinn var í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem fjöldi félagasamtaka stendur að. Meiri upplýsingar á síðu Kvennaathvarfsins. Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Í fyrra var metár í komum kvenna í Kvennaathvarfið og stefnir í enn meiri fjölda í ár. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi sem Fræðslunefnd Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa stóð fyrir í gær og var yfirskrift fundarins ofbeldi á heimilum. Í fyrra komu 92 konur í dvöl og 465 í viðtöl að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, sem hefur verið rekið síðan árið 1982. Á þeim tíma hafa alls um 7.000 konur komið í athvarfið og 2.400 börn. Um 26 prósent kvenna sem komu í athvarfið í fyrra fóru aftur heim í óbreytt ástand. Sigþrúður sagði athugavert að lítið væri um að eldri konur kæmu í athvarfið og til dæmis hefði engin kona eldri en 57 ára komið í fyrra. Ofbeldi gagnvart öldruðum var einnig rætt á fundinum og gerði Kristjana Sigmundsdóttir félagsráðgjafi meðal annars kerfislægt ofbeldi að umtalsefni þar sem úrræðaleysi þjónustu sé ákveðin gerð ofbeldis gagnvart öldruðum. Kristjana sagði ýmsar rannsóknir benda til þess að þrjú til tíu prósent eldri borgara verði fyrir ofbeldi af ýmsu tagi. Þó sé talið að það sýni aðeins brot vandans þar sem aldraðir viðurkenni síður að þeir verði fyrir ofbeldi. Fundurinn var í tengslum við 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem fjöldi félagasamtaka stendur að. Meiri upplýsingar á síðu Kvennaathvarfsins.
Innlent Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira