Birni falið að ganga frá kaupum 30. nóvember 2006 06:00 Varðskip Landhelgisgæslunnar eru þrjú, Ægir, Týr og Óðinn. Ríkisstjórn Íslands fer yfir niðurstöðu skýringaviðræðna íslenskra yfirvalda og skipasmíðafyrirtækisins Asmar á ríkisstjórnarfundi á morgun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra falið að ganga endanlega frá kaupum á varðskipinu á grundvelli skýringaviðræðna sem fram fóru í síðustu viku. Fulltrúar skipasmíðafyrirtækisins Asmar, sem smíðar skip sín í Talcahuano í Chile, funduðu þá með forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupa og Rolls Royce í Noregi en það fyrirtæki kemur að hönnun skipsins. Danskur verkfræðingur, Carsten Fauner, var íslenskum yfirvöldum innan handar í samningaviðræðunum sem tæknilegur ráðgjafi. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu átti Asmar lægsta tilboðið í gerð nýs varðskips, um 2,4 milljarða króna sem var um 200 milljónum undir áætluðum kostnaði. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í gerð varðskipsins, Damen í Hollandi, Simek í Noregi og Peene-werft í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að skipið verði rúmlega 90 metra langt og með 100 til 125 tonna dráttarkraft. Björn Bjarnason vildi ekki tjá sig um málið er Fréttablaðið leitaði eftir því í gær frekar en Sólmundur Jónsson, rekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands fer yfir niðurstöðu skýringaviðræðna íslenskra yfirvalda og skipasmíðafyrirtækisins Asmar á ríkisstjórnarfundi á morgun. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra falið að ganga endanlega frá kaupum á varðskipinu á grundvelli skýringaviðræðna sem fram fóru í síðustu viku. Fulltrúar skipasmíðafyrirtækisins Asmar, sem smíðar skip sín í Talcahuano í Chile, funduðu þá með forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupa og Rolls Royce í Noregi en það fyrirtæki kemur að hönnun skipsins. Danskur verkfræðingur, Carsten Fauner, var íslenskum yfirvöldum innan handar í samningaviðræðunum sem tæknilegur ráðgjafi. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu átti Asmar lægsta tilboðið í gerð nýs varðskips, um 2,4 milljarða króna sem var um 200 milljónum undir áætluðum kostnaði. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í gerð varðskipsins, Damen í Hollandi, Simek í Noregi og Peene-werft í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að skipið verði rúmlega 90 metra langt og með 100 til 125 tonna dráttarkraft. Björn Bjarnason vildi ekki tjá sig um málið er Fréttablaðið leitaði eftir því í gær frekar en Sólmundur Jónsson, rekstrarstjóri Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira