OMX tekur við rekstri Kauphallar Íslands í dag 1. desember 2006 06:30 Jukka Ruuska OMX og Þórður Friðjónsson Kauphöll Íslands. Jukka Ruuska forstjóri kauphallararms OMX sótti landið heim í byrjun síðasta mánaðar. OMX tekur í dag formlega við stjórn Kauphallar Íslands. MYND/Vilhelm OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX. „Þetta eru mikil tímamót,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, en í dag tekur OMX kauphallarsamstæðan formlega við stjórn hennar. Þá verður OMX jafnframt skráð í Kauphöllina hér. „Það er í fyrsta skipti sem er tvíhliða skráning erlends fyrirtækis í Kauphöllina hjá okkur.“ Ferlið er samkvæmt samningi sem gengið var frá um miðjan október. Breytingar verða strax miklar hjá Kauphöllinni því stjórnin sem verið hefur lætur af störfum um leið og Kauphöllin verður dótturfélag OMX. „Þar tekur ný þriggja manna stjórn við og Jukka Ruuska, sem er forstjóri OMX Exchanges, verður formaður. Með þessu er stefnumótun Kauphallarinnar í raun komin í hendur nýrra aðila og helstu verkefnin sem fram undan eru að samþætta starfsemina við hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir Þórður. Um áramót taka við sýnilegri breytingar þegar vefviðmóti Kauphallarinnar verður breytt. „Og einhvern tímann á fyrsta ársfjórðungi förum við inn á samnorræna listann og upplýsingar af markaðnum hjá okkur fara í gegnum sömu kerfi og eftir sömu leiðum og upplýsingar um önnur fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllum OMX,“ segir Þórður. Hann segir samrunann og skráningu OMX hér framhald þróunar sem verið hafi á íslenska markaðnum undanfarin ár. „Markaðurinn hefur eflst gríðarlega. Velta með hlutabréf hefur fimmtánfaldast á síðustu fimm árum og verðmæti skráðra hlutafélaga hefur farið úr 50 prósentum af landsframleiðslu í 245 prósent. Þá hefur meðalstærð skráðra fyrirtækja átjánfaldast á sama tíma,“ segir Þórður og kveður Kauphöllina einfaldlega hafa verið komna að þeim tímamótum að nauðsynlegt væri að tengjast stærri alþjóðlegri kauphöll. „Einfaldlega til að geta veitt þessum stóru fyrirtækjum þá þjónustu heima sem við viljum geta veitt.“ OMX segir Þórður svo hafa verið augljósan kost í því sambandi því náið samstarf hafi verið á undanförnum árum við norrænu markaðina, auk þess sem markaðurinn og umgjörð hafi verið áþekk því sem þar gerðist. Með samrunanum við OMX segir Þórður svo búið að skapa hagfelld skilyrði fyrir áframhaldandi vöxt markaðarins, en hversu mikill hann verði fari svo eftir því hvernig fyrirtækin standi sig. Aðgangur að afleiðumarkaði OMX í maí segir Þórður svo koma til með að ýta undir aukna veltu hér. Tvíhliða skráningu OMX núna segir Þórður svo fyrst og fremst ætlaða til að kynna fyrir markaðnum fyrirtækið OMX. „Jafnframt gerum við okkur vonir um að í framhaldinu verði OMX bara hluti af íslenska markaðnum, þannig að viðskipti með hlutabréf OMX fari fram með sama hætti og með önnur fyrirtæki á íslenska markaðnum. Þetta eykur breiddina því OMX er með annan bakgrunn en þau fyrirtæki sem fyrir eru í Kauphöllinni.“ olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
OMX kauphallarsamstæðan tekur í dag formlega við rekstri Kauphallar Íslands. Um leið verður OMX skráð með öðrum fyrirtækjum kauphallarinnar. Um áramót hefst samþætting við aðrar kauphallir OMX. „Þetta eru mikil tímamót,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, en í dag tekur OMX kauphallarsamstæðan formlega við stjórn hennar. Þá verður OMX jafnframt skráð í Kauphöllina hér. „Það er í fyrsta skipti sem er tvíhliða skráning erlends fyrirtækis í Kauphöllina hjá okkur.“ Ferlið er samkvæmt samningi sem gengið var frá um miðjan október. Breytingar verða strax miklar hjá Kauphöllinni því stjórnin sem verið hefur lætur af störfum um leið og Kauphöllin verður dótturfélag OMX. „Þar tekur ný þriggja manna stjórn við og Jukka Ruuska, sem er forstjóri OMX Exchanges, verður formaður. Með þessu er stefnumótun Kauphallarinnar í raun komin í hendur nýrra aðila og helstu verkefnin sem fram undan eru að samþætta starfsemina við hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ segir Þórður. Um áramót taka við sýnilegri breytingar þegar vefviðmóti Kauphallarinnar verður breytt. „Og einhvern tímann á fyrsta ársfjórðungi förum við inn á samnorræna listann og upplýsingar af markaðnum hjá okkur fara í gegnum sömu kerfi og eftir sömu leiðum og upplýsingar um önnur fyrirtæki sem eru skráð í kauphöllum OMX,“ segir Þórður. Hann segir samrunann og skráningu OMX hér framhald þróunar sem verið hafi á íslenska markaðnum undanfarin ár. „Markaðurinn hefur eflst gríðarlega. Velta með hlutabréf hefur fimmtánfaldast á síðustu fimm árum og verðmæti skráðra hlutafélaga hefur farið úr 50 prósentum af landsframleiðslu í 245 prósent. Þá hefur meðalstærð skráðra fyrirtækja átjánfaldast á sama tíma,“ segir Þórður og kveður Kauphöllina einfaldlega hafa verið komna að þeim tímamótum að nauðsynlegt væri að tengjast stærri alþjóðlegri kauphöll. „Einfaldlega til að geta veitt þessum stóru fyrirtækjum þá þjónustu heima sem við viljum geta veitt.“ OMX segir Þórður svo hafa verið augljósan kost í því sambandi því náið samstarf hafi verið á undanförnum árum við norrænu markaðina, auk þess sem markaðurinn og umgjörð hafi verið áþekk því sem þar gerðist. Með samrunanum við OMX segir Þórður svo búið að skapa hagfelld skilyrði fyrir áframhaldandi vöxt markaðarins, en hversu mikill hann verði fari svo eftir því hvernig fyrirtækin standi sig. Aðgangur að afleiðumarkaði OMX í maí segir Þórður svo koma til með að ýta undir aukna veltu hér. Tvíhliða skráningu OMX núna segir Þórður svo fyrst og fremst ætlaða til að kynna fyrir markaðnum fyrirtækið OMX. „Jafnframt gerum við okkur vonir um að í framhaldinu verði OMX bara hluti af íslenska markaðnum, þannig að viðskipti með hlutabréf OMX fari fram með sama hætti og með önnur fyrirtæki á íslenska markaðnum. Þetta eykur breiddina því OMX er með annan bakgrunn en þau fyrirtæki sem fyrir eru í Kauphöllinni.“ olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira