Pfaff snýr aftur til uppruna síns 6. desember 2006 00:01 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff MYND/GVA Pfaff er fjölskyldufyrirtæki af bestu gerð og að öllu leyti í eigu fjölskyldu Margrétar Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra. Afi hennar, Magnús Þorgeirsson, stofnaði fyrirtækið árið 1929 í því miði að flytja inn saumavélar. Síðar tók pabbi hennar, Kristmann Magnússon, við og loks hún sjálf fyrir um tíu árum síðan. Hún hefur þó ekki lifað og hrærst innan veggja Pfaff alla sína ævi. Það var ekki fyrr en hún var að nálgast þrítugt og hafði lokið viðskiptafræðinámi og MBA-námi erlendis sem hún ákvað að slást í hóp með fjölskyldunni.Ráðið frá nafnabreytingu Fyrir rétt um hálfu ári síðan tóku eigendur Pfaff-Borgarljóss ákvörðun um að endurskoða nafn fyrirtækisins með það að leiðarljósi að finna nafn er endurspeglaði betur starfsemi fyrirtækisins. „Við keyptum Borgarljós árið 2002 og við það voru nöfn fyrirtækjanna lögð saman eins og svo oft er gert. Þegar okkur þótti orðið víst að fólk vissi að Borgarljós væri komið hingað fórum við að velta því fyrir okkur að endurskoða nafnið og fengum AP-almannatengsl til liðs við okkur. Mikil vinna var lögð í þetta og ég las meðal annars íslenska og latneska orðabók spjaldanna á milli,“ segir Margrét. Það kom hins vegar ljós að ýmsir álitsgjafar réðu þeim eindregið frá því því að varpa þeirri ímynd sem Pfaff ber með sér fyrir róða. „Við sáum fljótt að fyrirtækið hefur á sér mjög gott orð og að það væri ekki rétt að skipta um nafn. Við ákváðum því að leita aftur til upprunans og halda okkur við það nafn sem við höfum verið að markaðssetja í áttatíu ár og þykir mjög vænt um.“Allt frá sprengiefni til saumavéla Rekstur Pfaff hefur tekið stakkaskiptum frá stofnun fyrirtækisins. Ýmsar vörur hafa þar verið til sölu og fókusinn í rekstrinum hefur sveiflast með tíðarandanum. Þannig mátti til að mynda um árabil nálgast sprengiefni, barnavagna og marmarasalla hjá Pfaff. Undanfarin ár, eða allt frá því að Borgarljós voru keypt árið 2002, hafa fleiri minni fyrirtæki og umboð verið tekin yfir og þróunin verið hröð upp á við. Í dag eru áherslur í rekstrinum einkum á fimm sviðum; ljósum, raftækjum, saumavélum, hljóðvörum og símabúnaði. Um leið og nafnabreytingin var gerð var hannað nýtt logo fyrir fyrirtækið þar sem þessir fimm meginþættir koma skýrt fram. Rúmlega tuttugu sérhæfðir starfsmenn vinna hjá Pfaff. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með starfsfólk sem hefur mikla fagkunnáttu og sérþekkingu,“ segir Margrét. „Gæfa í þessu fyrirtæki er starfsfólkið – á því er enginn vafi – enda hefur sumt þeirra verið hér áratugum saman. Það skiptir öllu máli að vera með fólk sem hefur áhuga á vinnunni sinni og maður getur treyst á. Þó að yfirbygging á fyrirtækinu sé mjög lítil og flestir þræðir fyrirtækisins fari í gegnum mig tel ég mitt aðalstarf vera að skapa þannig umhverfi að starfsfólkið hafi áhuga á því sem það er að gera. Ef starfsfólkið er áhugasamt leitar það uppi nýjar leiðir til að gera hlutina og hefur áhuga á því að sjá fyrirtækið stækka og dafna. Þannig helst fyrirtæki í stöðugri þróun, enda er stöðnun algjört eitur og oft upphafið að endalokunum.“ Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Pfaff er fjölskyldufyrirtæki af bestu gerð og að öllu leyti í eigu fjölskyldu Margrétar Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra. Afi hennar, Magnús Þorgeirsson, stofnaði fyrirtækið árið 1929 í því miði að flytja inn saumavélar. Síðar tók pabbi hennar, Kristmann Magnússon, við og loks hún sjálf fyrir um tíu árum síðan. Hún hefur þó ekki lifað og hrærst innan veggja Pfaff alla sína ævi. Það var ekki fyrr en hún var að nálgast þrítugt og hafði lokið viðskiptafræðinámi og MBA-námi erlendis sem hún ákvað að slást í hóp með fjölskyldunni.Ráðið frá nafnabreytingu Fyrir rétt um hálfu ári síðan tóku eigendur Pfaff-Borgarljóss ákvörðun um að endurskoða nafn fyrirtækisins með það að leiðarljósi að finna nafn er endurspeglaði betur starfsemi fyrirtækisins. „Við keyptum Borgarljós árið 2002 og við það voru nöfn fyrirtækjanna lögð saman eins og svo oft er gert. Þegar okkur þótti orðið víst að fólk vissi að Borgarljós væri komið hingað fórum við að velta því fyrir okkur að endurskoða nafnið og fengum AP-almannatengsl til liðs við okkur. Mikil vinna var lögð í þetta og ég las meðal annars íslenska og latneska orðabók spjaldanna á milli,“ segir Margrét. Það kom hins vegar ljós að ýmsir álitsgjafar réðu þeim eindregið frá því því að varpa þeirri ímynd sem Pfaff ber með sér fyrir róða. „Við sáum fljótt að fyrirtækið hefur á sér mjög gott orð og að það væri ekki rétt að skipta um nafn. Við ákváðum því að leita aftur til upprunans og halda okkur við það nafn sem við höfum verið að markaðssetja í áttatíu ár og þykir mjög vænt um.“Allt frá sprengiefni til saumavéla Rekstur Pfaff hefur tekið stakkaskiptum frá stofnun fyrirtækisins. Ýmsar vörur hafa þar verið til sölu og fókusinn í rekstrinum hefur sveiflast með tíðarandanum. Þannig mátti til að mynda um árabil nálgast sprengiefni, barnavagna og marmarasalla hjá Pfaff. Undanfarin ár, eða allt frá því að Borgarljós voru keypt árið 2002, hafa fleiri minni fyrirtæki og umboð verið tekin yfir og þróunin verið hröð upp á við. Í dag eru áherslur í rekstrinum einkum á fimm sviðum; ljósum, raftækjum, saumavélum, hljóðvörum og símabúnaði. Um leið og nafnabreytingin var gerð var hannað nýtt logo fyrir fyrirtækið þar sem þessir fimm meginþættir koma skýrt fram. Rúmlega tuttugu sérhæfðir starfsmenn vinna hjá Pfaff. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með starfsfólk sem hefur mikla fagkunnáttu og sérþekkingu,“ segir Margrét. „Gæfa í þessu fyrirtæki er starfsfólkið – á því er enginn vafi – enda hefur sumt þeirra verið hér áratugum saman. Það skiptir öllu máli að vera með fólk sem hefur áhuga á vinnunni sinni og maður getur treyst á. Þó að yfirbygging á fyrirtækinu sé mjög lítil og flestir þræðir fyrirtækisins fari í gegnum mig tel ég mitt aðalstarf vera að skapa þannig umhverfi að starfsfólkið hafi áhuga á því sem það er að gera. Ef starfsfólkið er áhugasamt leitar það uppi nýjar leiðir til að gera hlutina og hefur áhuga á því að sjá fyrirtækið stækka og dafna. Þannig helst fyrirtæki í stöðugri þróun, enda er stöðnun algjört eitur og oft upphafið að endalokunum.“
Undir smásjánni Viðtöl Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent