Eru Íslendingar pakk? 12. desember 2006 05:00 Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Opið bréf til íslensku þjóðarinnar. Einhverra hluta vegna hef ég alltaf haldið að Íslendingar væru bestir. Við erum svo frábær. Frekjan í Frökkum er fræg og hugsa ég oft að svona myndi fólk nú aldrei haga sér á Íslandi. Nei, á Íslandi eru allir kurteisir, hjálpsamir og góðir við hvern annan því við erum svo einangruð að við höfum bara okkur sjálf og þurfum að rækta eigin garð. Já, ég hef alltaf haldið að hið íslenska hjarta væri það besta og hinn íslenski náungi væri kurteis og góður við aðra. En það er misskilningur. Um daginn lenti ég í því að það sprakk dekk á bílnum mínum. Ég hafði aldrei skipt um dekk sjálf en ætlaði að reyna eins og ég gæti. En boltarnir högguðust ekki. Og þarna var ég í þrjá tíma í nístandi frosti að reyna að losa bolta, juðaði, hamaðist á lyklinum, datt og allan þennan tíma var mér aldrei boðin hjálp. Þetta var í Vesturbænum þar sem búa margir gamlir eða vangefnir en ég var ekki einu sinni að búast við hjálp frá þeim þar sem þau horfðu á mig í hóp meðan þau biðu eftir strætó. Mér fannst sjálfsagt að þeir vangefnu myndu ekki bjóða fram aðstoð en um það bil þrjátíu karlmenn á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára gengu framhjá mér meðan ég var að reyna að skipta um dekk. Af hverju bauð enginn fram aðstoð? Og þetta var meira að segja daginn eftir að það kom grein í Blaðinu um hvað ég væri mikil dama. Hvaða fífl gengur framhjá dömu í kröggum og býður ekki fram aðstoð? Á fjórða tímanum hringdi ég í frænda minn sem uppgötvaði að græjurnar sem ég var með væru ónothæfar. Við fórum inn í Olís í Ánanaustum og báðum um að fá „kross" lánaðan. Mér var neitað vegna þess að þau selja „krossa" og eru þá náttúrulega ekkert að lána þá. Ég fer þá inn í verslunarkjarnann rétt hjá og spyr fjórtán starfsmenn hvort þeir séu með skiptilykil í bílnum sínum. Hver einn og einasti neitaði án þess að tékka á því. (Eru ekki verkfæri til að skipta um dekk í flestum seldum bílum?) Þetta eru Íslendingar og ég er einfaldlega í áfalli yfir þessari leti og framtaksleysi en þess má geta að eini ókunnugi maðurinn sem nennti að hjálpa mér var útlendingur! Þarf maður að vera alinn einhvern veginn sérstaklega upp til að bjóða fram aðstoð eða finnast sjálfsagt að skutla gömlum konum með Bónuspoka heim? Erum við orðin svo rík að við týnumst í efnishyggjunni og verðum pakk sem pælir ekkert í náungakærleik? Eða eru allir orðnir skíthræddir við að bregða út af vananum í hræðslu við að vera Tekinn í falinni myndavél? Mér finnst þetta glatað. Sorglegt og glatað. Eitt er að vera það stolt og töff að hópast ekki að frægum þegar þeir koma til landsins en að ganga framhjá fólki í vandræðum án þess að láta sér detta í hug að hægt væri að hjálpa ber vott um sjálfumglatt samfélag á niðurleið. Og við eigum að skammast okkar! Elsku Íslendingar. Látum þennan jólamánuð verða þann sem við gleymum afskiptaleysinu. Brosum til hvors annars. Hjálpum hvort öðru. Gefum stefnuljós. Þökkum fyrir með veifi ef einhver hleypir okkur inn í bílaröð. Blikkum fólk sem gleymdi að setja ljósin á. Stöndum upp fyrir gömlum í strætó. Þökkum fyrir í búðinni með brosi og síðast en ekki síst ... bjóðum fram aðstoð ef við sjáum einhvern sem gæti þarfnast hennar. Já, og látum alltaf laga bílana okkar hjá Nesdekkjum á Suðurströnd því þar vinna dásamlegir menn sem þekkja dömu þegar þeir sjá hana og hjálpa henni. Takk fyrir. Gleðileg jól.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar