Markviss kynning á íslenskri tónlist á erlendis. 12. desember 2006 05:00 Samtónn, samstarfvettvangur tónlistarrétthafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfagreiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapaður. Þessi stuðningvettvangur er nú orðinn að veruleika og með stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim annmörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrifstofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sé fyrir stofnun skrifstofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlistarráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landssteinana. Íslenskum tónskáldum og hljómlistarmönnum er ennfremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörkuðum og skapa sér með því lifibrauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötuframleiðendur geti á öflugari hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðuneyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétthafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefnum sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með framlagi Landsbanka Íslands þakkarverður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrirtæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tónlistar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tónlistarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtana af þessum framlögum á einn eða annan hátt í framtíðinni. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Samtónn, samstarfvettvangur tónlistarrétthafa, lét í októbermánuði síðastliðnum vinna þarfagreiningu meðal íslenskra tónlistarmanna, fulltrúa helstu fyrirtækja og hagsmunasamtaka. Niðurstöður leiddu m.a í ljós að íslensk tónlist eigi mikla möguleika á frekari útrás ef réttur stuðningsvettvangur væri skapaður. Þessi stuðningvettvangur er nú orðinn að veruleika og með stofnun Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Með henni er stefnt að því að vinna bug á þeim annmörkum sem hingað til hafa verið til staðar í útrás íslenskrar tónlistar og byggja upp öfluga skrifstofu með tilstyrk þriggja ráðuneyta og Landsbanka Íslands. Ráðuneyti þessi eru utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og iðnaðarráðuneytið. Samtónn hefur um nokkurt skeið beitt sé fyrir stofnun skrifstofunnar og verið í mjög góðu samstarfi við Útflutningsráð um kynningu tónlistar á Midem í Frakklandi, einni stærstu tónlistarráðstefnu í heimi. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi. Fylgt er eftir þeirri athygli sem íslensk tónlist og tónlistarmenn hafa á síðustu árum vakið utan landssteinana. Íslenskum tónskáldum og hljómlistarmönnum er ennfremur gefin aukin tækifæri til að ná athygli fleiri á mun stærri mörkuðum og skapa sér með því lifibrauð af listgrein sinni. Á sama hátt er þetta gert til að hljómplötuframleiðendur geti á öflugari hátt sótt á nýja markaði utan Íslands. Rétt er að þakka utanríkisráðherra Valgerði Sverrisdóttur, menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og iðnaðarráðherra Jóni Sigurðssyni fyrir stuðning þeirra og ráðuneyta þeirra, sem gerði stofnun þessarar skrifstofu að veruleika. Það er til algjörrar fyrirmyndar að ráðuneyti komi sameiginlega sem ein heild að stuðningi verkefnis sem þessa. Markmið Samtóns er með sama hætti að sameina alla rétthafahópa í einni breiðfylkingu til að styrkja grundvöll til að ná betri árangri í sameiginlegum verkefnum sem í þessu tilviki er útrás íslenskrar tónlistar. Jafnframt er stuðningur einkageirans með framlagi Landsbanka Íslands þakkarverður og til fyrirmyndar. Vonandi er brautin rudd fyrir önnur fyrirtæki að styðja við bakið á íslensku tónlistarlífi, en Landsbanki Íslands hefur margoft sýnt velvilja sinn í garð ýmissa verkefna á sviði tónlistar í landinu. Það er mín skoðun að bæði tónlistarfólk og almenningur í landinu meti fjárframlög sem þessi og allir ofangreindir stuðningsaðilar muni njóti ávaxtana af þessum framlögum á einn eða annan hátt í framtíðinni. Með stofnun skrifstofunnar var stór skref stigið í framfaraátt í útrás íslenskrar tónlistar. Með tilkomu hennar mun unnt að kynna enn frekar á erlendum mörkuðum þá fjölbreytni sem er til staðar í íslensku tónlistarlifi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar