Fimm þúsund manns hjá Sko Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 13. desember 2006 07:45 Ragnhildur Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Ódýra símafélagsins. Ódýra símafélagið rekur Sko og BTnet sem bæði bjóða ódýra þjónustu í gegnum netið. MYND/Vilhelm Símafyrirtækið Sko hefur á undanförnum mánuðum náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðnum. Um fimm þúsund manns eru nú í viðskiptum við félagið sem er vel umfram þau markmið sem stjórnendur félagsins settu sér í upphafi. BTnet, sem Ódýra símafélagið tók yfir í sumar, miðar að því, líkt og Sko, að bjóða ódýrustu vöruna á markaðnum með því að veita alla þjónustu í gegnum netið. Ragnhildur Ágústsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Ódýra símafélagsins sem rekur bæði fyrirtækin. Hún tók þátt í uppbyggingu Sko og starfaði sem þjónustu- og vefstjóri frá stofnun þess fyrr á þessu ári.Sko hefur frá upphafi haft það að markmiði að halda ekki úti kostnaðarsömum verslunum. Því er engar Sko-verslanir að finna vítt og breitt um landið og ekki er hægt að kaupa hleðslu í verslunum, eins og hægt er með frelsi hinna símafyrirtækjanna. Þjónusta Sko fer nefnilega að langmestu leyti fram á netinu þótt hægt sé að hafa samband við þjónustuver á annatíma, milli 12 og 18 virka daga. Þetta fyrirkomulag hefur að sögn Ragnhildar reynst vel og stendur ekki til að breyta því. Sko skilgreinir meginmarkhóp sinn út frá ungu fólki, á bilinu 20 til 35 ára, sem er tilbúið að nota internetið og borga minna fyrir vikið. „Á netinu geta viðskiptavinir okkar skoðað nákvæmt yfirlit yfir viðskipti sín, frá því hversu oft er hringt í ákveðna manneskju til þess hve lengi er talað við hana. Þannig er hægt að sjá upp á krónu í hvað hleðslan fer. Við erum með talsvert lægra verð en samkeppnisaðilarnir og auk þess er frítt að hringja innan kerfis í alla aðra viðskiptavini Sko. Þetta er eingöngu mögulegt af því að við höfum svo litla yfirbyggingu og því mun lægri kostnað en stóru fyrirtækin.“ Ódýra símafélagið tók yfir rekstur BTnets í lok síðasta sumars og er nú í því ferli að skoða og endurskilgreina reksturinn. Markmiðið er að félagið verði ekki ósvipað Sko að uppbyggingu. Ekki stendur endilega til að bjóða þjónustu fyrirtækjanna tveggja saman í pakka. „Þetta verður ekki spurning um bindingu og fá þannig besta samninginn. Við ætlum að vera ódýrust á hverju sviði þannig að það borgi sig alltaf að vera hjá okkur, hvort sem er með GSM eða ADSL.“ Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Sjá meira
Símafyrirtækið Sko hefur á undanförnum mánuðum náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðnum. Um fimm þúsund manns eru nú í viðskiptum við félagið sem er vel umfram þau markmið sem stjórnendur félagsins settu sér í upphafi. BTnet, sem Ódýra símafélagið tók yfir í sumar, miðar að því, líkt og Sko, að bjóða ódýrustu vöruna á markaðnum með því að veita alla þjónustu í gegnum netið. Ragnhildur Ágústsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Ódýra símafélagsins sem rekur bæði fyrirtækin. Hún tók þátt í uppbyggingu Sko og starfaði sem þjónustu- og vefstjóri frá stofnun þess fyrr á þessu ári.Sko hefur frá upphafi haft það að markmiði að halda ekki úti kostnaðarsömum verslunum. Því er engar Sko-verslanir að finna vítt og breitt um landið og ekki er hægt að kaupa hleðslu í verslunum, eins og hægt er með frelsi hinna símafyrirtækjanna. Þjónusta Sko fer nefnilega að langmestu leyti fram á netinu þótt hægt sé að hafa samband við þjónustuver á annatíma, milli 12 og 18 virka daga. Þetta fyrirkomulag hefur að sögn Ragnhildar reynst vel og stendur ekki til að breyta því. Sko skilgreinir meginmarkhóp sinn út frá ungu fólki, á bilinu 20 til 35 ára, sem er tilbúið að nota internetið og borga minna fyrir vikið. „Á netinu geta viðskiptavinir okkar skoðað nákvæmt yfirlit yfir viðskipti sín, frá því hversu oft er hringt í ákveðna manneskju til þess hve lengi er talað við hana. Þannig er hægt að sjá upp á krónu í hvað hleðslan fer. Við erum með talsvert lægra verð en samkeppnisaðilarnir og auk þess er frítt að hringja innan kerfis í alla aðra viðskiptavini Sko. Þetta er eingöngu mögulegt af því að við höfum svo litla yfirbyggingu og því mun lægri kostnað en stóru fyrirtækin.“ Ódýra símafélagið tók yfir rekstur BTnets í lok síðasta sumars og er nú í því ferli að skoða og endurskilgreina reksturinn. Markmiðið er að félagið verði ekki ósvipað Sko að uppbyggingu. Ekki stendur endilega til að bjóða þjónustu fyrirtækjanna tveggja saman í pakka. „Þetta verður ekki spurning um bindingu og fá þannig besta samninginn. Við ætlum að vera ódýrust á hverju sviði þannig að það borgi sig alltaf að vera hjá okkur, hvort sem er með GSM eða ADSL.“
Héðan og þaðan Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Sjá meira