Framlög til LÍN skorin niður 15. desember 2006 05:00 Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Nú á dögunum voru samþykkt fjárlög fyrir árið 2007 frá Alþingi. Þegar málið kom til þriðju og síðustu umræðu í Alþingi kom fram breytingartillaga frá fulltrúum stjórnvalda um að skera niður áður áætlað framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) um 139 milljónir. Gefnar voru þær skýringar að ekki væri gert ráð fyrir eins mikilli fjölgun lánþega og að gengisþróun hafi verið hagstæðari en áður hafi verið áætlað. Af þessu má ráða að svigrúm hefði verið til að veita meira fé til LÍN en var gert. Sérstaklega ef sú staðreynd er höfð í huga að tekjuafgangur fjárlaganna er 9,1 milljarður króna. Það er margt sem má betur fara hjá LÍN og hafa námsmannahreyfingarnar margoft lagt fram kröfur sínar sem miða að bættum lánasjóði, fyrir stjórn LÍN. Blessunarlega eiga fulltrúar námsmanna sæti í stjórninni ásamt fulltrúum stjórnvalda, því ætti stjórnvöldum að vera vel kunnugt um kröfur námsmanna og ástæðu þess að kröfunum er hafnað. Jú, ástæðan er sú að það er ekki til nógu mikill peningur hjá lánasjóðnum. Það er peningaskortur LÍN sem stendur í vegi fyrir bættum hag námsmanna. Því er sárt að horfa upp á þennan niðurskurð á framlögum til LÍN. Námsmannahreyfingarnar sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem sagt er að þeim þyki miður að þessi niðurskurður hafi átt sér stað og á öðrum stað segir: „Sjóðinn vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar. Sem dæmi má nefna að enn er ekki farið að lána fyrir skólagjöldum í grunnnámi erlendis, endurgreiðsla þarf að stöðvast þegar nám hefst að nýju, námsmenn í hlutanámi fá ekki námslán og leiðrétta þarf upphæð grunnframfærslu fyrir ákveðna hópa. Vaxtarstyrkurinn sem á að brúa bilið í tekjuöflun námsmanna milli þess að nám hefst og að námslán eru greidd út er ekki nógu hár.“ Þetta er langt því frá að vera tæmandi listi og enn ónefnd sú staðreynd að námslánin eru of lág og mæta ekki eðlilegri framfærsluþörf námsmanna. Ekki nóg með það heldur skerðast lágu námslánin í hlutfalli við tekjur lánþegans og er honum þannig refsað fyrir að afla sér tekna. Því má vera ljóst að bæta þarf kjör námsmanna en því miður virðist vilji stjórnvalda til þess ekki vera mikill. Þessar 139 milljónir hefðu verið nýttar til góðra verka hjá lánasjóðnum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun