Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 5. desember 2025 10:04 Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 2026 blasir við skýr mynd af bæjarfélagi í sókn. Sem formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs sem og menningar- og ferðamálanefndar, fyllist ég stolti yfir þeim metnaði sem birtist í áætluninni sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn 3. desember. Við erum nefnilega að gera hvort tveggja í senn; að byggja upp nýtt og spennandi samfélag til framtíðar, en jafnframt að hlúa vel að þeim verðmætum sem við eigum nú þegar. Uppbygging og innviðir Framkvæmdagleðin er mikil í Hafnarfirði. Stærsta einstaka verkefnið á komandi ári er bygging Hamranesskóla, en til þess verkefnis verja bæjaryfirvöld tveimur milljörðum króna. Þetta er fjárfesting í framtíðinni og styrkir nýjasta hverfið. En við gleymum ekki grunninum. Við leggjum aukna áherslu á viðhald fasteigna og innviða bæjarins með 10% hækkun framlags til málaflokksins. Við munum halda áfram að fegra bæinn, bæta götur og stíga, og tryggja öflugan snjómokstur og hálkuvarnir. Markmiðið er skýrt: Bærinn okkar á að vera snyrtilegur, öruggur og aðlaðandi, hvort sem er í skammdeginu eða á björtum sumardögum. Menningarbærinn eflist Það er stutt á milli framkvæmda og menningar. Skýrasta dæmið um það er nýtt og glæsilegt Bókasafn Hafnarfjarðar sem opnar í verslunarmiðstöðinni Firði á vormánuðum. Þetta verður ekki bara bókasafn, heldur lifandi samkomuhús og hjartað í miðbænum. Hafnarfjörður skorar hæst allra sveitarfélaga í ánægju íbúa með menningu og við ætlum að standa undir því. Heildarframlög til menningarmála eru áætluð 890 milljónir króna. Við ætlum að stórefla viðburðahald og ætlum að skapa festu í grasrótarstarfinu með langtímasamningum við burðarása í menningarlífinu eins og Víkingahátíðina og Lúðrasveit Hafnarfjarðar auk þess að stofna nýjan kórsjóð. Björt framtíð Þessi fjárhagsáætlun er til marks um trú okkar á Hafnarfjörð. Við erum að fjárfesta í innviðunum, í umhverfinu, en fyrst og fremst í fólkinu. Við mætum nýju ári með bjartsýni, ábyrgð og krafti. Hafnarfjörður er bær í blóma. Höfundur er bæjarfulltrúi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun