Sterk blanda styrkt um 37 milljónir 18. desember 2006 16:30 Þórir Snær Sigurjónsson hefur fengið styrk upp á 37 milljónir fyrir næstu mynd sína. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Zik Zak hefur fengið styrk upp á 400.000 evrur, tæpar 37 milljónir króna, vegna The Good Heart, næstu myndar leikstjórans Dags Kára. Styrkurinn kemur frá Eurimages, sjóði sem Evrópuráðið hefur yfir að ráða til eflingar kvikmyndagerð í álfunni. Það er síður en svo nýlunda að íslenskt kvikmyndagerðarfólk sæki fé í evrópska sjóði en þessi styrkur þykir hins vegar hærri en gengur og gerist. „Já, styrkurinn er í hærra lagi og ég held að við getum aðallega þakkað það styrkleika handritsins og Degi Kára sem leikstjóra,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá Zik Zak. „Þarna er sterk blanda á ferð.“ Þórir Snær segir að líta megi á upphæðina sem ákveðinn gæðastimpil um leið og hún færi fyrirtækið nær því að geta hafið tökur myndarinnar. Annars held ég að þetta undirstriki hversu Dagur er orðinn sterkt og virt nafn sem leikstjóri í Evrópu.“ Gert er ráð fyrir að tökur á The Good Heart fari fram á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem myndin mun eiga sér stað. Tónlistarmaðurinn og leikarinn Tom Waits og ungstirnið Ryan Gosling hafa verið ráðnir í aðalhlutverkin í myndinni sem er fyrsta mynd Dags á ensku sem hefur áður gert Nóa albínóa á íslensku og Voksne mennesker á dönsku.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira