Viðskipti innlent

VÍS styrkir Einstök börn

Helga Kristjánsdóttir, stjórnarmaður Einstakra barna, og Auður Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður sölu-og markaðssviðs VÍS.
Helga Kristjánsdóttir, stjórnarmaður Einstakra barna, og Auður Björk Guðmundsdóttir, forstöðumaður sölu-og markaðssviðs VÍS.

Í stað þess að senda jólakort tóku stjórnendur VÍS þá ákvörðun að styrkja Einstök börn um andvirði þeirra fjárhæðar sem varið hefur verið til slíks. Verður styrknum varið í stuðning við börn og barnafjölskyldur sem vegna sérstakra aðstæðna þurfa á stuðningi að halda.

Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað árið 1997 af foreldrum 13 barna en í dag eru í félaginu 125 fjölskyldur barna með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Þeir sjúkdómar, sem börnin í félaginu þjást af, eru allir langvinnir og hafa varanleg áhrif á börnin og fjölskyldur þeirra. Þar sem um sjaldgæfa sjúkdóma er að ræða hafa margir þeirra lítið verið rannsakaðir og í fæstum tilfellum er til eiginleg meðferð við þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×