Eimskip tekur við rekstri á Herjólfi 1. janúar 2006 16:19 Eimskip hefur tekið við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs frá og með áramótum. Við þá breytingu hefur nýtt bókunar- og greiðslukerfi verið tekið í notkun ásamt nýju afsláttarfyrirkomulagi auk þess sem ný siglingaáætlun hefur verið tekin í gagnið. Frá og með fyrstu ferð ársins 2. janúar geta farþegar Herjólfs í fyrsta skipti bókað og greitt fyrir farmiða í gegnum nýja heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is. Þar verður hægt að bóka og borga fyrir farmiða, svefnpláss og pláss fyrir einkabíla um borð í ferjunni. Í framtíðinni verður einnig hægt að kaupa afsláttarmiða í gegnum sama kerfi, en fyrst um sinn fer sala afsláttarmiða fram í afgreiðslum Herjólfs í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Afgreiðslustaðir Herjólfs verða þeir sömu og áður að undanskildum afgreiðslustað í Reykjavík, en framvegis verður afgreiðsla Herjólfs í Reykjavík staðsett í Vöruhótelinu, Sundabakka 2, 104 Reykjavík. Siglingaáætlun Herjólfs hefur verið bætt til muna með því að fjölga ferðum frá því sem áður var. Herjólfur mun sigla tvær ferðir fram og tilbaka á hverjum degi allt árið. Þó er ferðum fækkað á vissum hátíðisdögum. Nýja siglingaáætlunin gerir þannig ráð fyrir um það bil 720 ferðum fram og tilbaka á ári. Um áramót verður tekið upp svokallað afsláttarkerfi með sama greiðslufyrirkomulagi og við kaup á einstökum ferðum. Kaupa þarf afsláttarkort fyrir að lágmarki 14.400 kr. og eignast kaupandi þá inneign sem því nemur. Þegar viðskiptavinur á afsláttarkort með inneign fær hann afsláttarkjör sem nema 40% afslætti af almennu verði. Á næstunni mun Eimskip standa fyrir breytingum á aðstöðu fyrir farþega, á afgreiðslustöðum jafnt sem um borð í Herjólfi sjálfum. Má þar meðal annars nefna bætta aðstöðu fyrir börn. Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Eimskip hefur tekið við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs frá og með áramótum. Við þá breytingu hefur nýtt bókunar- og greiðslukerfi verið tekið í notkun ásamt nýju afsláttarfyrirkomulagi auk þess sem ný siglingaáætlun hefur verið tekin í gagnið. Frá og með fyrstu ferð ársins 2. janúar geta farþegar Herjólfs í fyrsta skipti bókað og greitt fyrir farmiða í gegnum nýja heimasíðu Herjólfs, www.herjolfur.is. Þar verður hægt að bóka og borga fyrir farmiða, svefnpláss og pláss fyrir einkabíla um borð í ferjunni. Í framtíðinni verður einnig hægt að kaupa afsláttarmiða í gegnum sama kerfi, en fyrst um sinn fer sala afsláttarmiða fram í afgreiðslum Herjólfs í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. Afgreiðslustaðir Herjólfs verða þeir sömu og áður að undanskildum afgreiðslustað í Reykjavík, en framvegis verður afgreiðsla Herjólfs í Reykjavík staðsett í Vöruhótelinu, Sundabakka 2, 104 Reykjavík. Siglingaáætlun Herjólfs hefur verið bætt til muna með því að fjölga ferðum frá því sem áður var. Herjólfur mun sigla tvær ferðir fram og tilbaka á hverjum degi allt árið. Þó er ferðum fækkað á vissum hátíðisdögum. Nýja siglingaáætlunin gerir þannig ráð fyrir um það bil 720 ferðum fram og tilbaka á ári. Um áramót verður tekið upp svokallað afsláttarkerfi með sama greiðslufyrirkomulagi og við kaup á einstökum ferðum. Kaupa þarf afsláttarkort fyrir að lágmarki 14.400 kr. og eignast kaupandi þá inneign sem því nemur. Þegar viðskiptavinur á afsláttarkort með inneign fær hann afsláttarkjör sem nema 40% afslætti af almennu verði. Á næstunni mun Eimskip standa fyrir breytingum á aðstöðu fyrir farþega, á afgreiðslustöðum jafnt sem um borð í Herjólfi sjálfum. Má þar meðal annars nefna bætta aðstöðu fyrir börn.
Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira