Lífið

Steinþór lagði Erling

Steinþór H. Arnsteinsson blaðamaður og fyrrum sigurvegari í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur með Borgarholtsskóla lagði í kvöld Erling Hansson framhaldsskólakennara í annarri viðureign spurningaþáttarins Meistarinn á Stöð 2.

Viðureignin reyndist æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í bráðabana. Eftir venjulega keppni var staðan jöfn 16-16. Kom þá til bráðabanans sem voru þrjár spurningar. Steinþór svaraði þar einni spurningu og hafði því nauman sigur að lokum 17-16.

Næsta viðureign verður háð að viku liðinni á Stöð 2 en þá mætast þeir Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður og Snorri Sigurðsson aðjúnkt í líffræði við Kennaraháskóla Íslands.

Bent skal á vefsíðu þáttarins: visir.is/meistarinn. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um keppnina og keppendur, sem og frekari deili á þeim. Einnig skrifar Logi Bergmann Eiðsson stjórnandi þáttarins reglulega inn innihaldsríkar lýsingar á þáttunum, veitir áhugaverðar upplýsingar um það sem gerist bakvið tjöldin og spáir og spekúlerar í Meistaranum á léttan og beittan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×