Innlent

Vill hætta við framkvæmdur við Þjórsárver

Þjórsárver.
Þjórsárver.

Samfylkingin vill að hætt verði við öll áform um orkuframkvæmdir á Þjórsárverasvæðinu og vill að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þingflokks Samfylkingar sem telur áætlanir um framkvæmdir við Norðlingaöldu og víðar í nágrenni Þjórsárvera komnar í öngstræti.

Í yfirlýsingu þingflokksins segir að undanfarin misseri hafi komið fram gögn og upplýsingar sem breyta í grundvallaratriðum þeim forsendum sem fyrst og fremst var litið til þegar Alþingi samþykkti að veita iðnaðarráðherra heimild til að leyfa Norðlingaölduveitu. Það var gert samkvæmt úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra. Úrskurður Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra skömmu fyrir áramót um skipulagstillögu miðhálendsins hefur að mati þingflokks Samfylkingar sett öll framkvæmdaáform á svæðinu aftur á byrjunarreit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×