Erlent

Hostel vinsælust vestanhafs

Úr myndinni Hostel
Úr myndinni Hostel

Hostel, kvikmynd Íslandsvinsins Elis Roths, fékk mesta aðsókn allra kvikmynda í Bandaríkjunum um helgina. Samtals greiddi fólk 20,1 milljón dollara, andvirði um 1.230 milljóna króna, í aðgangseyri. Myndin fékk því meiri aðsókn en stórmyndirnar The Chronicles of Narnia sem var í öðru sæti og King Kong sem var í þriðja sæti en báðar hafa þær tekið inn um og yfir 200 milljónir dollara í aðgangseyri.

Hostel þykir með eindæmum ofbeldisfull og það virðist hafa höfðað til kvikmyndahúsagesta þessa fyrstu sýningarhelgi myndarinnar.

Tíu vinsælustu myndirnar

1. Hostel, 20,1 milljón dollarar

2. The Chronicles of Narnia: The Lion, the Witch and the Wardrobe," 15,4 milljónir dollara

3. King Kong, 12,5 milljónir dollara

4. Fun With Dick and Jane, 12,2 milljónir dollara

5. Cheaper by the Dozen 2, 8,3 milljónir dollara

6. Munich, 7,5 milljónir dollara

7. Memoirs of a Geisha, 6,0 milljónir dollara

8. Rumor Has It, 5,9 milljónir dollara

9. Brokeback Mountain, 5,75 milljónir dollara

10. The Family Stone, 4,6 milljónir dollara




Fleiri fréttir

Sjá meira


×