Bakvörðurinn Steve Francis hefur nú fengið leyfi forráðamanna Orlando Magic til að byrja að æfa með liðinu á ný eftir að hafa verið í banni í þrjá daga fyrir agabrot. Francis neitaði að fara inná völlinn í lokin á löngu töpuðum leik í síðustu viku og var fyrir vikið settur í bann. Hann fór í ferðalag til að hreinsa til í höfðinu á sér og hefur nú lofað að bæta ráð sitt.

