Veðurstofa Íslands hefur gefið út stormviðvörun fyrir norðaustanvert landið fram á kvöld með 18-25 m/s, snjókomu og skafrenning. Seinna í kvöld á svo að lægja og rofa til.
Á Norður- og Austurlandi er búist við hægviðri og léttskýjuðu veðri. Vaxandi austanátt og þykknar upp suðvestantil í nótt. Nálægt hádegi á morgun snýst í hægari sunnanátt með slyddu eða rigningu sunnantil en annars dálítilli snjókomu. Talsvert frost fram á nótt, hlýnar síðan og hiti 1-5 stig við suðurströndina á morgun en annars frost 0-6 stig
Á Austurlandi er þungfært og skafrenningur um Möðrudalsöræfi. Ófært er um Vopnafjarðarheiði. Mokstur er hafinn á Fjarðarheiði. Stórhríð og ófært er á Oddsskarði, ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi en hálka, snjóþekja og skafrenningur á öðrum leiðum.
Mokstri á þessum leiðum hefur verið frestað til morguns.