Björgvin Björgvinsson frá Dalvík féll úr keppni í morgun í fyrri ferð á heimsbikarmótinu í skíðum í sem fram fer í Austurríki. Aðeins 61 keppandi af 90 komst í mark en Jean Pierre Vidal frá Frakklandi hefur forystu eftir fyrri umferð.
Þá er Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri í 43. sæti í bruni kvenna á heimsbikarmótinu í St. Moritz í Sviss. Hún er 3.78 sekúndum á eftir sænsku skíðakonunni Anja Pärson sem hefur forystu. 6 keppendur féllu úr keppni í bruninu í morgun en síðar í dag verður keppt í svigi og með góðum árangri þar getur Dagný komist ofar þar sem sameiginlega er keppt í bruni og svigi í dag.
Dagný í 43. sæti en Björgvin úr leik

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn



Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
