Vel heppnuð endurkoma Saunders 25. janúar 2006 14:23 Chauncey Billups hitti aðeins úr einu af sjö skotum í fyrri hálfleiknum gegn Minnesota, en tók öll völd á vellinum í þeim síðari. Hann endaði með 27 stig, þar af 6 þriggja stiga körfur. NordicPhotos/GettyImages Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Flip Saunders átti sérlega vel heppnaða endurkomu til Minnesota í nótt þegar nýja liðið sem hann stjórnar, Detroit Pistons, tók liðið sem hann stýrði í níu ár í bakaríið 107-83. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þá tók Chauncey Billups málin í sínar hendur og skoraði sjálfur fleiri stig en allt Minnesota-liðið í þriðja leikhluta. Billups lék sjálfur um tíma með Minnesota og hann skoraði 27 stig í nótt og átti 8 stoðsendingar, en hann skoraði aðeins eina körfu utan af velli í fyrri hálfleiknum. Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst hjá Minnesota, sem sá aldrei til sólar í síðari hálfleik. Cleveland tók Indiana í kennslustund á heimavelli sínum 96-66. Lebron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Stephen Jackson skoraði 17 fyrir Indiana, sem missti Jermaine O´Neal meiddan af velli í fjórða leikhluta. Orlando vann nokkuð óvæntan sigur á Phoenix á heimavelli sínum, þar sem liðið var jafnframt að vinna sinn sjöunda leik í röð. Hedo Turkoglu skoraði 30 stig fyrir Orlando, en Shawn Marion var með 26 stig og 16 fráköst hjá Phoenix. Philadelphia lagði Sacramento 109-103. Allen Iverson skoraði 41 stig fyrir Philadelphia og Mike Bibby skoraði 44 stig fyrir Sacramento. Miami sigraði Memphis 94-82. Bobby Jackson skoraði 22 stig fyrir Memphis en Dwayne Wade skoraði 25 fyrir Miami. Loks vann San Antonio auðveldan sigur á Charlotte 104-76, þrátt fyrir að notast við varamenn sína nær allan síðari hálfleikinn. Beno Udrih skoraði 17 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá San Antonio, en Jumaine Jones skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst hjá meiðslum hrjáðu liði Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira