Högnuðust um 80 milljarða samanlagt 26. janúar 2006 20:07 Hagnaður KB banka á síðasta ári er sá mesti í íslenskri fyrirtækjasögu. MYND/Stefán Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Hagnaður KB banka árið 2005 eftir skatta nam tæpum 50 milljörðum íslenskra króna sem er mesti hagnaður sem íslenskt fyrirtæki hefur nokkurn tíma skilað á einu ári en hagnaður jókst um 178 prósent frá fyrra ári. Þá skilaði Straumur Burðarás 26,7 milljörðum króna sem er fjórföldun milli ára. En hvað á að gera við peningana? "Á síðasta ári högnuðumst við um fimmtíu milljarða og keyptum banka fyrir um fimmtíu milljarða," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. Stjórn bankans mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 6.6 milljarðar króna í arð vegna ársins 2005 sem svarar til 13,5% af hagnaði. En hvað með að umbuna starfsmönnum? "Já, við borgum nokkuð há laun, líkast til einna hæstu meðallaun fyrirtækja í dag," segir Hreiðar Már Ekki kemur til greina að lækka vexti þrátt fyrir góðan hagnað. Hreiðar segir skilaboðin frá Seðlabanka þau að vextir eigi að hækka og líklegra sé að bankinn hækki vexti en lækki. Og hjá Straumi Burðaráss voru menn ekki síður ánægðir. Nei-niðurstöðu "Ég tel að árangur okkar og arðsemi eigin fjár sýni að við erum að skila mjög góðri niðurstöðu.," segir Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss. Þórður segir mörg spennandi verkefni framundan en vill þó ekki tjá sig sérstaklega um þau. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Samanlagður hagnaður KB banka og Straums-Burðaráss nam tæpum áttatíu milljörðum króna í fyrra. Til samanburðar má geta þess að það kostar ríkið um sextíu milljarða króna að reka sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir og öldrunarheimili landsins á þessu ári. Hagnaður KB banka árið 2005 eftir skatta nam tæpum 50 milljörðum íslenskra króna sem er mesti hagnaður sem íslenskt fyrirtæki hefur nokkurn tíma skilað á einu ári en hagnaður jókst um 178 prósent frá fyrra ári. Þá skilaði Straumur Burðarás 26,7 milljörðum króna sem er fjórföldun milli ára. En hvað á að gera við peningana? "Á síðasta ári högnuðumst við um fimmtíu milljarða og keyptum banka fyrir um fimmtíu milljarða," segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka. Stjórn bankans mun leggja til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar 6.6 milljarðar króna í arð vegna ársins 2005 sem svarar til 13,5% af hagnaði. En hvað með að umbuna starfsmönnum? "Já, við borgum nokkuð há laun, líkast til einna hæstu meðallaun fyrirtækja í dag," segir Hreiðar Már Ekki kemur til greina að lækka vexti þrátt fyrir góðan hagnað. Hreiðar segir skilaboðin frá Seðlabanka þau að vextir eigi að hækka og líklegra sé að bankinn hækki vexti en lækki. Og hjá Straumi Burðaráss voru menn ekki síður ánægðir. Nei-niðurstöðu "Ég tel að árangur okkar og arðsemi eigin fjár sýni að við erum að skila mjög góðri niðurstöðu.," segir Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss. Þórður segir mörg spennandi verkefni framundan en vill þó ekki tjá sig sérstaklega um þau.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira