Er hægt að kaupa þitt atkvæði? 31. janúar 2006 11:48 Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mér blöskrar svo sú umræða sem á sér oft stað í kringum kosningar í sambandi við ungmenni. Það þarf að ná til þeirra sem eru á þeim aldri þar sem að skipulagsmál og fjölskyldustefna skipta ekki heimsins mesta máli. Hvað er hægt að gera til að ná til þessa aldurshóps? Jú bjóðum upp á bjór og pizzu - ef það virkar ekki þá virkar ekki neitt! Því miður er þetta viðkvæðið hjá mörgu ráðafólki flokkanna. Þau lofa öllu fögru í sambandi við fíkniefnamál og öryggisgæslu í miðbænum á daginn en skipta svo um gír þegar nær dregur kvöldi og gefa frían bjór gegn því að ungmenni skrifi nafn sitt á lista. Nokkurs konar súperman syndrome; jakkafatatípan á daginn en töff og kúl típan á kvöldin. Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins. Stefnum við virkilega ekki hærra en það? Erum við svo reiðubúin að kaupa hvert atkvæði að verðið skipti ekki máli? Ég veit ekki með ykkur en mér leiðist svona tvískinnungur. Ég ætla að gefa mér það að við unga fólkið séum vitrari en svo að það sé aðeins hægt að ná til okkar í gegnum þokuna sem áfengið myndar. Ég vil frekar að fólk kjósi mig og mín störf vegna þess að það metur það sem ég er að segja og/eða gera. Ekki bara vegna þess að ég er skemmtilegri en foreldrar þeirra því ég segi ekki nei í gríð og erg. Ég ætla ekki að taka þátt í því að reka naglann, þó ekki sé nema örlítið, í kistu þessa unga fólks. Það er víst nógu erfitt fyrir þau að segja nei við seljendur götunnar þó svo að við séum ekki að hella ofan í þau í leiðinni. Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri til bæjarstjórnarkosninga 2006.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar