Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun 31. janúar 2006 13:02 Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira