Zidane í fantaformi - skoraði tvennu 5. febrúar 2006 12:52 Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjá meira
Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn. Það tók Real Madríd aðeins 14 mínútur að skora fyrsta markið á Santiagao Bernabeu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. David Beckham sendi knöttinn fyrir markið og fyrirliðinn Jose Maria Guti skaust á milli varnarmanna og skoraði. Besti maður vallarins, Frakkinn Zinedine Zidane bætti við öðru marki tveimur mínútum fyrir leikhlé. Roberto Carlos fékk sendingu frá Robinho og hann fann Zidane frían í vítateignum og Frakkinn snjalli skoraði af öryggi. Þremur mínútum síðar lagði Brasilíumaðurinn Cichino af stað upp völlinn og sendi hnitmiðaða sendingu á kollinn á Ronaldo sem skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni. Ronaldo er nýstaðinn upp úr meiðslum en þetta var fyrsti leikur hans í mánuð. Espanyol, sem tapaði 5-0 fyrir Getafe á dögunum veitti litla mótspyrnu og strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Zidane við öðru marki sínu og fjórða marki Real Madríd. Cicinho átti sendinguna og Zidane skaut viðstöðulaust í markið. Real Madríd er 10 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða, gegn Atletico Madríd klukkan 18 í dag. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Valencia er í 2 sæti deildarinnar, stigi á undan Real Madríd eftir 1-0 sigur á Deportivo La Coruna á útivelli í gærkvöldi. David Villa skoraði ótrúlegt mark á 21. mínútu þegar hann skaut boltanum í mark Deportivo af 45 metra færi. Þetta var 14. mark Villa á leiktíðinni en hann er 4 mörkum á eftir markahæsta leikmanni deildarinnar, Samuel Etoo. Deportivo, sem sló Valencia út úr spænska bikarnum í síðustu viku fékk tækifæri til þess að jafna metin en markvörður Deportivo, Santiago Canizarez varði vítaspyrnu Viktors.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjá meira