Stjórarnir vilja vinnufrið 13. febrúar 2006 15:30 Curbishley vill fá vinnufrið þangað til í vor NordicPhotos/GettyImages Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hver verði næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu þegar Sven-Göran Eriksson lætur af störfum eftir HM í sumar og margir vilja meina að eftirmaður hans verði heimamaður. Því þykja fjórir menn líklegastir til að taka við og þeir hafa allir mismunandi skoðanir á málinu. Stuart Pearce, stjóri Manchester City sagði það fáránlega hugmynd þegar hann var fyrst orðaður við stöðuna, en hefur nú dregið í land og játar að hann mundi hlusta ef sér yrði boðið að taka við. Hann er þó ekki bjartsýnn á að vera inni í myndinni. "Ég á nú satt best að segja ekki von á því að mitt nafn verði uppi á borðinu þegar kemur að því að ráða nýjan mann - það er á hreinu," sagði Pearce í dag. Sam Allardyce hjá Bolton hefur einnig verið orðaður við starfið, en honum þykir umfram allt mikilvægt að eftirmaður Eriksson verði enskur. "Mikið er talað um að næsti þjálfari verði enskur og ég er mjög fylgjandi því sjálfur. Ekki bara af því ég er talinn inni í myndinni - heldur af því ég er sjálfur Breti og ég vil fá heimamann í starfið, því ég tel það eðlilegast í stöðunni," sagði Allardyce. Alan Curbishley hjá Charlton, sem Rafa Benitez hjá Liverpool telur að ætti að fá starfið, telur mikilvægt að enska knattspyrnusambandið tilkynni val sitt eftir að keppni í ensku úrvalsdeildinni lýkur. "Ég mundi vilja að við fengjum vinnufrið það sem eftir er af leiktíðinni, því tímabilið er nógu strembið svo við séum ekki að hafa áhyggjur af hlutum sem þessum þegar við erum að reyna að ná því besta út úr liðum okkar í úrvalsdeildinni," sagði Curbishley. Þá hafa þeir Martin O´Neill og Steve McClaren hjá Middlesbrough einnig verið nefndir mikið til sögunnar sem líklegir til að hreppa hnossið í haust.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sjá meira