Cleveland - San Antonio í beinni á miðnætti 13. febrúar 2006 19:30 Áhorfendur fá alltaf eitthvað fyrir sinn snúð þegar þessi ungi maður stígur á stokk, en ungstirnið LeBron James skorar yfir 30 stig að meðaltali í leik NordicPhotos/GettyImages Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV á Digital Ísland, því þar mætast Cleveland Cavaliers og meistarar San Antonio Spurs og hefst leikurinn á slaginu tólf á miðnætti. San Antonio er nú að klára hið langa árlega útileikjaferðalag sem liðið fer jafnan í á þessum árstíma þegar mikil kúrekasýning er sett upp á heimavelli þeirra í Texas. Ferðalag þetta hefur aldrei gengið eins vel og í ár, því liðið hefur unnið níu leiki í röð. Þá hefur liðið reyndar einnig unnið níu útileiki í röð, sem er félagsmet sem liðið mun reyna að bæta enn frekar þegar það mætir Cleveland í kvöld. San Antonio spilaði síðast í gærkvöldi og vann þá nauman sigur á Indiana. Cleveland tapaði síðasta leik sínum, sem var útileikur gegn Golden State Warriors, en kann öllu betur við sig á heimavelli sínum þar sem liðið hefur aðeins tapað sjö leikjum í vetur. LeBron James er eins og flestir vita aðalsprauta Cleveland-liðsins og skorar að meðaltali 30,7 stig að meðaltali í leik. Tony Parker er stigahæsti leikmaður San Antonio með tæp 20 stig í leik, en aðalstjarna liðsins Tim Duncan hefur verið að berjast í flensu undanfarna daga. Þá er argentínski snillingurinn Manu Ginobili óðum að finna sitt fyrra form eftir að snúa sig illa á sama ökklanum í vetur og var hann stigahæstur í liði San Antonio í gærkvöldi með 29 stig, þar af 10 stig á síðustu einni og hálfri mínútunni. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Hann verður ekki af verri endanum sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV á Digital Ísland, því þar mætast Cleveland Cavaliers og meistarar San Antonio Spurs og hefst leikurinn á slaginu tólf á miðnætti. San Antonio er nú að klára hið langa árlega útileikjaferðalag sem liðið fer jafnan í á þessum árstíma þegar mikil kúrekasýning er sett upp á heimavelli þeirra í Texas. Ferðalag þetta hefur aldrei gengið eins vel og í ár, því liðið hefur unnið níu leiki í röð. Þá hefur liðið reyndar einnig unnið níu útileiki í röð, sem er félagsmet sem liðið mun reyna að bæta enn frekar þegar það mætir Cleveland í kvöld. San Antonio spilaði síðast í gærkvöldi og vann þá nauman sigur á Indiana. Cleveland tapaði síðasta leik sínum, sem var útileikur gegn Golden State Warriors, en kann öllu betur við sig á heimavelli sínum þar sem liðið hefur aðeins tapað sjö leikjum í vetur. LeBron James er eins og flestir vita aðalsprauta Cleveland-liðsins og skorar að meðaltali 30,7 stig að meðaltali í leik. Tony Parker er stigahæsti leikmaður San Antonio með tæp 20 stig í leik, en aðalstjarna liðsins Tim Duncan hefur verið að berjast í flensu undanfarna daga. Þá er argentínski snillingurinn Manu Ginobili óðum að finna sitt fyrra form eftir að snúa sig illa á sama ökklanum í vetur og var hann stigahæstur í liði San Antonio í gærkvöldi með 29 stig, þar af 10 stig á síðustu einni og hálfri mínútunni.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira